-Auglýsing-

Streita hefur áhrif á heilsu þína ef þú trúir því

iStock 000017931989XSmallEf þú trúir því að streita hafi áhrif á heilsu þína er það líklega rétt hjá þér og sá skilningur þinn eða túlkun getur átt þátt í því að auka áhættu þína á hjarta og æðasjúkdómum, er niðurstaða nýlegrar rannsóknar.

Rannsakendur skoðuðu 7.268 karla og konur og var meðalaldur þeirra 50 ár í upphafi rannsóknarinnar, en stuðst var við reglulega spurningalista. Á þeim 18 árum sem rannsóknin stóð yfir urðu 352 hjartaáföll eða dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóms.

-Auglýsing-

Þátttakendurnir settu mælikvarða á hversu mikil áhrif streita hefði á heilsu þeirra –engin, lítil, mikil eða mjög mikil- síðan tóku rannsakendur með í reikninginn meira en 20 breytur, þar á meðal raunverulega streitu sem mæld var með sálfræðilegum prófum. Rannsóknin var birt í vefútgáfu The European Heart Journal.

Þeir sem töldu að streita hefði „mikil eða mjög mikil“ áhrif á heilsu þeirra voru 49% líklegri en aðrir þátttakendur til að fá hjartaáfall eða deyja úr hjarta eða æðasjúkdómum.

- Auglýsing-

Höfundarnir benda á að skynjun eða túlkun á neikvæðum áhrifum streitu geti leitt til hækkaðs blóðþrýstings eða aukinnar hjartsláttartíðni, eða geti haft óbein áhrif á reykingar og mikla áfengisdrykkju.

Hvað á að gera við því? „Fyrsta skrefið er er að bera kennsl á streituvaldinn og taka síðan til við að ná stjórn á honum með hreyfingu, slökun eða hugleiðslu,“ segir einn af höfundunum, Hermann Nabi, sérfræðingur hjá Insern sem er opinbert rannsóknarsetur í Frakklandi. „Þó þarf í erfiðari tilfellum að leita til sérfræðinga um hjálp við að ná tökum á ástandinu.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-