-Auglýsing-

Kulnun tengd við gáttatif

Langvarandi streita getur leitt til kulnunar

Kulnun (e. burnout) er sálfræðileg lýsing á afleiðingum langvinnrar streitu. Kulnun er ekki bara tengd starfinu því oft er einnig um að ræða álagsþætti heima fyrir. Helstu einkenni kulnunar eru þreyta, pirringur, spenna og skortur á slökun. Oft fylgir líka gleði- og áhugaleysi fyrir starfi og því sem áður var ánægjulegt. Erfiðleikar í samskiptum aukast og tilhneiging verður til einangrunar.

Nú hafa vísindamenn komist að því að kulnunarheilkennið tengist hugsanlega alvarlegum hjartsláttartruflunum – gáttatifi. Þetta er niðurstaða stórrar rannsóknar sem birt var í European Journal of Prevensive Cardiology, tímariti European Society of Cardiology (ESC).

-Auglýsing-

Kulnun

„Ofurstreita/örmögnun (vital exhaustion) í daglegu tali kallað kulnun orsakast venjulega af langvarandi og miklu álagi í vinnunni eða heima“ segir einn af höfundum rannsóknarinnar Dr. Parveen K. Garg við Suður-Kaliforníu háskóla í Los Angeles. „Það er frábrugðið þunglyndi sem einkennist af depurð, sektarkennd og lélegu sjálfsáliti. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta enn frekar þann skaða sem það getur valdið fólki sem þjáist af kulnun sem ekki er greind eða meðhöndluð.“

Gáttatif

Gáttatif er ein algengasta tegund hjartsláttartruflana. Áætlað er að 17 milljónir manna í Evrópu og 10 milljónir manna í Bandaríkjunum muni þjást af gáttatifi á næsta ári en sjúkdómurinn eykur hættu á hjartaáfalli, heilablóðfalli og dauða. Vísindamenn hafa þó ekki að fullu áttað sig á hvað það er sem veldur gáttatifi.

Sálræn vanlíðan hefur stundum verið talin upp sem áhættuþáttur gáttatifs en fyrri rannsóknir sýndu blandaða niðurstöður. Þar til núna hafði það ekki verið metið sem svo að sérstakt samband væri milli kulnunar og gáttatifs.

Rannsóknin

Vísindamennirnir í þessari rannsókn könnuðu meira en 11.000 einstaklinga og hvort þeir þjáðust af ofþreytu/kulnun, reiði, notkun þunglyndislyfja og lélegs félagslegs stuðnings. Þeir fylgdu þeim síðan eftir á næstu 25 árin til að sjá hvort þeir þróuðu með sér gáttatif.Þátttakendur sem voru með mest einkenni ofþreytu/kulnunar voru í 20% meiri hættu á að þróa með sér gáttatif samanborið við þá sem höfðu litlar sem engar vísbendingar um kulnun.

- Auglýsing-

Þó frekari rannsókna sé þó þörf til að átta sig betur á sambandinu þarna á milli, sagði Dr Garg að tveir þættir séu líklegir til að hafa áhrif. „Ofurþreyta/kulnun er tengd aukinni bólguvirkni í líkamanum og lífeðlisfræðilegra streituviðbragða líkamans,“ sagði hann. „Þegar þetta tvennt fer saman með krónískum og langvarandi hætti geta áhrifin á hjartavefinn orðið bæði skaðleg og alvarleg, sem gæti að lokum leitt til þróunar á hjartsláttartruflunum þ.e. gáttatifs.“

Engar tengingar fundust milli reiði, notkunar þunglyndislyfja eða lélegs félagslegs stuðnings og þróunnar gáttatifs. „Niðurstöður varðandi reiði og félagslegan stuðnings eru í samræmi við fyrri rannsóknir en í tveimur fyrri rannsóknum fundust marktæk tengsl milli þunglyndislyfja og aukinnar hættu á gáttatif. Ljóst er að enn þarf að vinna meiri vinnu til að átta sig betur á tengingunni, “sagði Dr. Garg. Frekari rannsóknir eru einnig nauðsynlegar til að bera kennsl á og þróa aðferðir fyrir lækna til að hjálpa sjúklingum með ofþreytu/kulnun, sagði Dr. Garg.

Niðurstaða

Lokaniðurstaða Dr. Garg var þessi: „Það er nú þegar vitað að örmögnun/kulnun eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þar með talið hjartaáföllum og heilablóðföllum. Nú bætum við því við að kulnun gæti einnig aukið hættu á að þróa með sér gáttatif sem getur orðið alvarleg hjartsláttartruflun. Einnig viljum við minna á að ekki er hægt að ofmeta mikilvægi þess að forðast örmögnun/kulnun með því að fylgjast vel með – og hafa stjórn á – eigin streitu eða álagsstigi sem leið til að vernda og verja almenna hjarta og æðaheilsu.“

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-