-Auglýsing-

Heilsufarsmælingar

Blóðprufur geta gefið mikilvægar upplýsingar um heilsufar okkar.

Heilsufarsmælingar þar sem blóðþrýstingur er mældur, blóðprufa tekin og helstu gildi eru mæld er eitthvað sem er mjög áríðandi að við framkvæmum reglulega. 

En hvað þýða þessi gildi og hvenær eru þau eðlileg og hvenær eru þau óeðlileg? Hrund Valgeirsdóttir næringarfræðingur MSc sem heldur úti heilsublogginu naering.com hefur sett þetta saman á einfaldan hátt.

Blóðþrýstingur

Þegar hjartað dregst saman og dælir blóði út í ósæðina, meginslagæð líkamans, hækkar þrýstingurinn í slagæðunum og nær hámarki við lok hjartasamdráttarins; þetta eru efri mörk blóðþrýstingsins. Á meðan hjartað hvílist milli samdrátta rennur blóðið út eftir slagæðakerfinu. Við það lækkar slagæðaþrýstingurinn og nær lágmarki rétt áður en hjartað dregst saman næst; þetta eru neðri mörk blóðþrýstingsins.

Flokkur  slagbil, mmHg   þanbil, mmHg  
Lágþrýstingur
< 90
< 60
Æskilegt
90–119
60–79
Jaðarháþrýstingur
120–139
80–89
Stig 1 Háþrýstingur
140–159
90–99
Stig 2 Háþrýstingur
160–179
100–109
Háþrýstings neyð
≥ 180
≥ 110


Heildarkólesteról

Kólesteról gildi sem eru mæld eru í sermi eða blóðvökva en mestallt kólesteról sest samt sem áður að í líkamsvef. Það myndast í öllum frumum en langmest er myndunin í lifrarfrumum og þar næst í þarmaþekju. Kólesteról er mikilvægt við myndun frumuhimna og myelínslíðra og úr því myndast sterahormón og gallsýrur.  Í plasma er kólesteról að finna í lípópróteinum, ýmist sem kólesteról eða bundið fitusýrum.

Flokkur
mmól/L
Æskilegt
< 5
Viðunandi
< 6
Hátt
6-8
Mjög hátt
> 8


HDL-kólesteról

HDL-Kólesteról er „góða“ kólesterólið. Lifrin og þarmar búa til HDL sem er um það bil 5% þríglýseríð og 20% kólesteról. Kólesteról í plasma er hluti af lípópróteinum sem skiptast í þrjá undirflokka og hver gegnir sínu sérstaka hlutverki. Einn undirflokkana er HDL(eða alfa lípóprótein) sem flytur kólesteról frá vefjum til lifrar til útskilnaðar.

Fullorðnir,eðlileg viðmiðun
mmól/L
Allir
0,8-2,1


LDL-kólesteról

LDL-Kólesteról er „slæma“ kólesterólið. Há gildi af því auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. LDL skilar kólesteroli til frumnanna í líkamanum sem nota það til að byggja frumuhimnur, hormóna og önnur mikilvæg efnasambönd. LDL-kólesterólið samanstendur aðallega af kólesteróli sem er meira en helmingur og þríglýseríð eru bara um 6%.

- Auglýsing-
Fullorðnir, eðlileg viðmiðun
mmól/L
Allir
< 3,4


S-þríglýseríð

Í líkamanum eru þríglýseríð geymd í fituvef. Þau eru stærsti hlutinn í kílómíkrónum. Þríglýseríðar eru mældir með ensímaðferð. Lípasi klýfur þríglýseríða í fitusýrur og glýseról.

Fullorðnir, eðlileg viðmiðun
mmól/L
Allir

0,3-2,2


Blóðsykur (fastandi)

Flokkur
mmól/L
Lækkaður
2-4
Eðlilegur
4-6
Hækkaður
6-7
Of hár
7-14


S-Ferritín

S-Ferritín gefur góða mynd af stærð járnbirgðana í líkamanum og er ein besta vísbendingin um það. Stundum er sú mæling því látin duga en annars er mælt líka Hemoglobin. Ferritín er geymsluprótein sem aðskilur járn venjulega sem hefur safnast saman í lifur, milta og í beinmerg. Þegar járnbirgðirnar aukast þá hækkar innanfrumumagn af Ferritíni til að komast til móts við járnbirgðirnar. Smá hluti af Ferritiní lekur inn í blóðhringrásina og það er það magn sem er mælt.
Fullorðnir, eðlileg viðmiðun
µg/L 

Karlar > 17 ára

30-400 
Konur 17-50 ára
15-150
Konur > 50 ára
30-400


Hemoglobin (Hb)

Hb er prótein sem er í rauðu blóðkornunum og það ferðast með súrefni. Hb er það sem gefur blóðinu rauða litinn. Ef það mælist undir viðmiðunargildum þá er  viðkomandi talinn vera kominn með járnskortsblóðleysi því það er skilgreint sem minnkun á Hb styrk.
Fullorðnir, eðlileg viðmiðun
g/L
Karlar
134-171
Konur
118-152

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-