-Auglýsing-

Dulinn aðdragandi að hjartaáfalli og einkennin sem við hlustum ekki á

Undanfari hjartaáfalls felst oft í litlum merkjum sem við berum ekki kennsl á. Klassísk einkenni karla eru brjóstverkir en konur fá oftar meltingaróþægindi.

Líklegt má telja að á hverjum degi fái einhverjir einstaklingar einkenni sem stafa frá hjarta en viðkomandi ber ekki kennsl á þau og aðhefst ekkert.

Boðskapurinn í pistlinum er mikilvægur en það eru oft þessir litlu hlutir sem við teljum ekki alvarlega sem telja í aðdraganda hjartaáfalls. Þegar allt er samantekið þá skipta þeir máli og geta jafnvel haft afdrifaríkar afleiðingar.
Það er rétt að benda á að á hverju ári verða milli 100 og 200 hjartastopp utan sjúkrahúss. Það sorglega er að aðeins um 20% þeirra lifa það af og hjartastuðtæki gegna þar lykilhlutverki.  

-Auglýsing-

Aðdragandinn

Í aðdragandanum að hjartaáfallinu mínu fékk ég ýmis einkenni sem hefðu átt að hringja bjöllum. Læknar sem ég hafði hitt í aðdragandanum tóku einkenni ekki alvarlega og ég sem einstaklingur bjó ekki yfir þekkingu til að hafa á þeim aðra skoðun. Eina sem ég vissi var að ég var ekki eins og ég átti að mér að vera. Ég get hreinskilningslega sagt að ég hafi alls ekki átt von á þessu enda innan við fertugt á þeim tíma.

Ég ferðaðist mikið vegna vinnu minnar árin á undan og álagið var oft mikið. Ég átti erfitt með svefn og undir það síðasta þá fann ég hvernig úthaldið minnkaði og þreytan jókst og mér fannst ég stundum vera að brenna út.

Ég var oft með óreglulegan hjartslátt og aukalsög sem lýstu sér þannig að það var eins og hjartað sleppti úr slagi. Þetta var meira áberandi þegar ég var á ferðalögum, mér var þungt fyrir brjósti varð fljótt móður og leið illa. Ég hafði af þessu áhyggjur og fór því til heimilislæknis sem tók blóðprufur.

Læknirinn sagði mér að það væri í lagi með blóðprufurnar og taldi hann líklegt að millirifjagigt væri að hrjá mig og álagið og streitan væri bara að segja til sín. Hann gerði lítið úr þessu og skrifaði ristruflanir á kvíða en sá ekki ástæðu til að senda mig til frekari rannsókna.

- Auglýsing-

Það er líklegt að það sé í mannlegu eðli að hundsa einkenni sem líkaminn sendir okkur og svo var um mig. Þó mér væri órótt kunni ég ekki að túlka það sem líkaminn var að segja mér. Einkenni geta jú verið snúinn en þess mun meiri ástæða til að kanna málið til hlítar.

Einkennin mín

  • Mikið álag í langan tíma og mikil streita
  • Úthaldsleysi
  • Þreyta
  • Mæði
  • Erfitt að ná upp þreki
  • Þyngsl fyrir brjósti
  • Tilfinning fyrir því að mig vantaði súrefni
  • Hjartsláttartruflanir undir álagi og eftir mikið álag
  • Ristruflanir
  • Of hátt kólesteról, 6,9 átta mánuðum fyrir hjartáfall en 7,6 þegar hjartaáfallið reið yfir

Aldurinn segir ekki allt

Þrátt fyrir að hafa verið einungis 37 ára gamall á þessum tíma hefðu þessi einkenni átt að duga til þess að heimilislæknirinn minn léti athuga hjartað í mér og senda mig til sérfræðings. Sum þessara einkenna voru klárlega viðvörunarbjöllur um að ekki væri allt með felldu. Því miður lét hann hjá líða og ég hafði engar forsendur eða ástæðu til að véfengja hann á þessum tíma en eftir á að hyggja hefði ég átt að ganga harðar fram. Átta mánuðum eftir blóðprufuna hjá heimilislækninum fékk ég hjartaáfall.

Mig langaði að deila þessu með ykkur því ég veit að það eru margir sem telja sig ekki finna fyrir neinu en þegar grannt er skoðað er eitt og annað sem bendir hugsanlega til að það sé ráð að panta sér tíma hjá hjartasérfræðingi til að láta ganga úr skugga um að allt sé í rauninni með felldu.

Gildin mikilvæg

Það er mikilvægt að þekkja gildin sín þ.e. blóðþrýsting, kólesteról og púls og jafnvel blóðsykur. Það er þess vegna góður siður að fá afrit af niðurstöðum rannsókna sem gerðar eru og sætta sig ekki við að fá engin svör frá læknum heldur halda áfram þar til viðunandi niðurstaða fæst, góð eða slæm.

Verum góð hvort við annað og njótum þess að vera til því það er ekki sjálfsagt.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-