-Auglýsing-

Taktu Benecol daglega og haltu kólesterólinu í skefjum

Benecol fæst í mörgum bragðtegundum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á undanförnum áratug eða svo hafa komið fjölmörg matvæli á markað víða erlendis undir vöruheitinu Benecol. Benecol er skrásett vörumerki fyrir vörur sem innihalda ákveðna gerð plöntustanólesters, en rannsóknir hafa sýnt að hann hefur áhrif til lækkunar kólesteróls í blóði.

Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti þáttur kransæðasjúkdóma. Æskilegt að heildarkólesteról í blóði sé undir 5 mmól/l þar sem allt yfir 6 mmól/l telst hátt.

Kólesteról er ein tegund blóðfitu og gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Það er framleitt í lifrinni en berst einnig með fæðunni í líkamann. En ef kólesterólmagn í blóði eykst umfram þörf getur það valdið æðakölkun og kransæðasjúkdómum. Algengi of hás kólesteróls eykst með aldri og hér á landi hafa rétt tæplega 40% karla á aldrinum 40-50 ára og kvenna á aldrinum 50-60 ára kólesterólgildi yfir 6mmól/l og því er mikilvægt að þeir sem komnir eru á fullorðinsár láti fylgjast með blóðfitunni hjá sér.

Rannsóknir staðfesta virkni Benecols


Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum plöntustanólesters, hins virka efnis í Benecol, á kólesteról í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla á honum lækkar blóðkólesteról þar sem efnið hindrar upptöku á því úr fæðu í þörmum. Kemur lækkunin yfirleitt fram nokkrum vikum eftir að neysla hefst og er allt að 15% að meðaltali þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Lækkunin er einkum í heildarkólesteróli og hinu svokallaða „vonda kólesteróli“ (LDL), en engar breytingar verða í „góða kólesterólinu“ (HDL). Rannsóknir hafa einnig sýnt að mikilvægt er að neyta vörunnar reglulega til að árangurinn haldist og sé neyslu hætt, fer kólesterólgildi aftur í fyrra horf.

Heilnæmur drykkur sem hefur áhrif


Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem ætlaður er þeim sem vilja lækka kólesteról í blóði. Drykkurinn frá MS er sýrð undanrenna sem inniheldur 5% plöntustanólester og hentar vel í baráttunni gegn kólesteróli sem hluti af fjölbreyttu mataræði. Rannsóknir sýna fram á að mun betri árangur næst sé Benecols neytt með eða strax eftir máltíð en ef þess er neytt á fastandi maga. Því er mælt með að neyta Benecols í kringum einhverjar af máltíðum dagsins (t.d. morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð).

Mataræði og kólesteról

Mataræði er meðal þeirra þátta sem helst hafa áhrif á magn kólesteróls í blóði. Meðal þess sem ráðlagt er til að lækka kólesteról er að stilla fituneyslu í hóf, velja frekar mjúka fitu en harða og neyta grænmetis, ávaxta og grófs kornmetis í ríkum mæli. Benecol mjólkurdrykkur er því góð viðbót við hollt mataræði til að halda kólesteróli innan eðlilegra marka og ein flaska á dag nægir til að ná hámarksvirkni.

- Auglýsing-

Pistillinn er unninn í samvinnu við MS.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-