-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Hjólreiðar eru fyrir alla

Bjartur á góðum degi tilbúinn í hjólatúr.

Einhver hefði haldið að hjólreiðar væru kannski ekki málið fyrir mann eins og mig. Ég er hjartabilaður með takmarkaða afkastagetu hjartans auk þess að vera með gangráð/bjargráð og ýmiskonar stoðkerfis vandamál. Rafhjólabyltingin hefur gert algjört kraftaverk fyrir mann eins og mig.

Á síðustu árum hefur ekki aðeins átt sér stað bylting hvað varðar hjólareiðastíga um allt land. Einnig hafa átt sér stað gríðarlegar framfarir í þróun á rafmagnshjólum og ótal margar gerðir í boði allt eftir því sem hentar hverjum og einum.

-Auglýsing-

Þessi mikla fjölbreytni hefur gert það að verkum að fleiri geta notið þess að þeysa um stíga og grundir með vindinn í hárið eða bara að njóta útivistar í rólegheitum. Margt af þessu fólki er fólk sem hafði kannski setið á bekk og látið sig dreyma um að hjóla en ekki séð fram á að geta það hreinlega. Einn aðalkosturinn við rafmagshjólin er að alltaf þarf að stíga pedalana og það gerir stöðuga og góða hreyfingu fyrir líkamann og hver og einn getur stjórnað álaginu. Mjög auðvelt er að stilla stuðninginn sem maður fær frá rafmótornum á meðan maður er að hjóla þannig að rafmagnshjólin eru sérlega notendavæn fyrir hvern sem er og þannig má segja að þáu séu sérsniðin að hverjum og einum hvað varðar getu og annað sem máli skiptir.

- Auglýsing-

Göngur, hjól og gangráður

Rafmagnshjólin hafa opnað fyrir mér nýja veröld og aukið lífsgæði mín verulega. Göngur hafa löngum verið mér erfiðar og framkallað innan skamms tíma verki og óþægindi sem eru frekar leiðinlegir og hafa heft getu mína til hreyfingar. Þessum óþægindum finn ég ekki fyrir á hjóli enda þarf ég ekki að bera uppi þyngdina mína og auðvelt að stilla stuðninginn frá rafmótornum allt eftir því hvaða stuðning ég þarf hverju sinni.

Það ber að hafa í huga að áður en ég fékk gangráðin/bjargráðinn hefði þetta hjólabölt mitt verið erfitt svo lélegt var heilsufarið. Þetta litla apparat hefur breytt gríðarlega miklu fyrir mig persónulega og stórbætt lífsgæði mín sem einstaklings með hjartabilun.

Í þessu hjólaferli mínu hef ég auk þess fylgst með nokkrum „hjartavina“ minna sem hafa fengið sér rafmagnshjól og frásagnirnar eru allar á einn veg. Stórkostleg upplifun og lífsgæði aukist til mikilla muna.

- Auglýsing -

Skrásetja ferðirnar

Samhliða þessu brölti mínu stofnaði ég hóp á Strava undir heitinu „Hjólað fyrir hjartað“. Þar geta þeir sem notfæra sér Strava appið fylgst með mér og fleirum þar sem leiðirnar sem ég er að hjóla koma fram og fleiri upplýsingar um ferðirnar sem geta verið áhugaverðar. Sumir þar inni eru miklir hjólagarpar en við sameinumst í gleðinni yfir því að hjóla og gildir einu hversu langt eða hratt, gleðin er það sem sameinar okkur. Ég nota tæki frá Garmin úr og hjólatölvu til að fylgjast með ferðum mínum og hjartslætti og virkar það mjög vel. Ég hef gaman af því að fylgjast með tölfræðinni minni og fæ með þessum hætti gott yfirlit yfir púls, orkustig og þessháttar. Auk þess þá get ég tekið hajrtalínurit með úrinu og er það mjög gagnlegt. Þess má geta að Garminúrið nemur hjartsláttartruflanir eins og gáttatif.

Stígarnir og fegurðin


Það er engin vafi í mínum huga að það felast í því mikil lífsgæði að geta notið útiveru með þessum hætti. Annað sem hefur komið mér skemmtilega á óvart er hvað hjólastígar liggja oft um fallegar slóðir sem eru okkur gjarnan huldar þegar við þeysum um í bílaumferð. Þetta gerir það að verkum að ég er að uppgötva umhverfi mitt á annan og athyglisverðan hátt um leið og ég bæti lífsgæði mín.

Fyrir þá sem hafa áhuga skrifa ég um þetta hjólabrölt mitt hér að á hjartalif.is og leyfi með því lesendum mínum að fylgjast með þessu brölti mínu. Síðustu dagar hafa verið dásemdin ein og frábært aðfá svo góða og hlýja daga til að njóta útiveru.

Að lokum

Hjólreiðar eru fyrir alla og rafhjól eru í mínum huga stórkostleg fyrir þá sem hafa skerta líkamlega getu nú eða vilja bara komast lengra. Hjólreiðar passa fólki á öllum aldri og mjög auðvelt er að finna bæði hjól og hjólaleiðir við hæfi hvers og eins og “hjóla fyrir hjartað.”

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-