-Auglýsing-

Blóðþrýstingur

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um blóþrýstingsgildin.

Háþrýstingur er einn af aðaláhættuþáttunum fyrir þróun kransæðasjúkdóms. Algengi háþrýstings er 30-45 % hjá einstaklingum eldri en 18 ára og hlutfallið eykst með hækkandi aldri.

Þegar háþrýstingur er greindur er ekki nóg að nota eina blóðþrýstingsmælingu heldur þarf blóðþrýstingurinn að mælast hár í endurteknum mælingum. Gott getur verið að mæla blóðþrýstinginn heima og skrá niður og bera saman við mælinguna sem mælist þegar þú ferð í eftirlit. Það er þekkt að einstaklingur mælist með hærri þrýsting þegar hann kemur í eftirlit en heima hjá sér og nefnist það hvítsloppaþrýstingur. Þá spilar streita inn í og hækkar blóðþrýstinginn. Einnig er hægt að mæla blóðþrýsting yfir einn sólarhring með því að gera sólarhrings blóðþrýstings rannsókn. Blóðþrýstingur er breytilegur yfir sólarhringinn og er lægstur á nóttunni en hækkar síðan um kl. 06 til 08 um morguninn en lækkar síðan aftur eftir það.

Markmiðið er að blóðþrýstingur sé á bilinu 120-139 mmHg í efri mörkum og 80-89 mmHg í neðri mörkum. Einstaklingar með sykursýki og háþrýsting hafa lægri markgildi fyrir blóðþrýsting en þá er miðað við að blóðþrýstingur sé lægri en 140/85 mmHg eða 130/80 mmHg hjá yngri einstaklingum með sykursýki og háþrýsting.

Aukning um 20 mmHg í efri mörkum blóðþrýstings eða 10 mmHg í neðri mörkum blóðþrýstings hefur í för með sér tvöföldun á áhættu fyrir kransæðasjúkdóm. Það er línulegt samband hækkandi blóðþrýstings og áhættu sem byrjar við blóðþrýstingsgildi hærri en 115/75 mmHg að 185/115 Hg.

Meðferðarúrræði

Meðferð háþrýstings er lífsstílsmeðferð og lyfjameðferð. Með hollu mataræði og reglulegri hreyfingu er hægt að lækka blóðþrýsting. Huga þarf sérstaklega að því að minnka saltneyslu og varast lakkrísát því það hækkar blóðþrýstinginn. Til að halda blóðþrýsting í skefjum er mikilvægt að leitast við að vera í kjörþyngd með líkamsþyngdarstuðul lægri en 25 kg/m2. Það að léttast um 10 kg getur lækkað blóðþrýsting um 5-20 mmHg. Þeir sem eru í ofþyngd þurfa að reyna að létta sig með aukinni hreyfingu og huga að mataræði með aukinni neyslu á grænmeti og ávöxtum. Einnig er mikilvægt að gæta hófs í áfengisneyslu því ofneysla áfengis getur hækkað blóðþrýsting. Óhófleg streita hefur einnig blóðþrýstingshækkandi áhrif og gott er að temja sér leiðir til að slaka á s.s. með líkamsrækt og slökun og reyna að minnka streitu í daglegu lífi og starfi. Kalíumrík fæða getur haft blóðþrýstingslækkandi áhrif en ávextir, grænmeti og fituskertar mjólkurafurðir eru kalíumríkar afurðir. Ef ekki tekst að lækka blóðþrýsting með lífstílsmeðferð þarf að grípa til lyfjameðferðar.

Lyfjameðferð

Hvort einstaklingur sé settur á blóðþrýstingslækkandi lyf fer eftir því hversu hár blóðþrýstingurinn er auk þess sem er tekið mið af öðrum áhættuþáttum og sjúkdómum. Ef fleiri áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdóm eru till staðar er enn mikilvægari að meðhöndla blóðþrýstinginn. Margir einstaklingar með staðfestan kransæðasjúkdóm eru á lyfjum sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif s.s. betablokkarar (Seloken), ACE blokkarar (Ramíl) eða kalsíumgangalokara (Amló), angiotensín lyf (Valpress/Presmin) og þvagræsilyf. Mikilvægt er að vera í góðu eftirliti og láta fylgjast með háþrýstingi. Ef þú ert með svima getur verið að blóðþrýstingur sé of lár og að það þurfi að lækka skammt á blóðþrýstingslyfjunum. Þetta er gert í samráði við þinn hjartalækni.

Heimild: hjartaendurhaefing.is

- Auglýsing-

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-