-Auglýsing-

Hjartagangráður

Hjartagangráður er græddur í þegar truflanir verða í leiðslukerfi eða vegna bilunar í náttúrulegum gangráði hjartans, sínus hnúti.

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef hjartsláttur er hægur eða ef um hjartsláttarhlé er að ræða en bjargráður er þá fyrir hraðan hjartaslátt og aðrar hjartsláttartruflanir sem geta jafnvel leitt til hjartastopps.

Hjartagangráður er græddur í þegar truflanir verða í leiðslukerfi eða vegna bilunar í náttúrulegum gangráði hjartans, sínus hnúti. Afleiðingar truflana geta orðið óeðlilega hægur hjartsláttur eða hjartsláttarhlé.

-Auglýsing-

Hjartagangráður hefur ekki áhrif á hraðan hjartslátt ólíkt því sem er með bjargráð en bjargráðnum er ætlað að meðhöndla of hraðar og lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Allir bjargráðar eru einnig með gangráðstækni sem grípur inn í starfsemi hjartans ef hjartsláttur verður of hægur.

Einkenni hægtakts geta verið yfirlið, svimi, magnleysi, mæði og brjóstverkur. Hjartagangráðurinn er settur undir húð fyrir neðan viðbeinið, oftast hægra megin. Stungið er í bláæð undir viðbeini og gangráðsleiðslur færðar í hægri gátt og slegil.

Hjartagangráður er minni en eldspýtustokkur og rafhlöður hans duga í 5–10 ár. Þegar skipt er um rafhlöður fer það fram eins og ígræðsla hjartagangráðs en oftast þarf fólk ekki að liggja inni yfir nótt nema skipta þurfi um gangráðsvíra. Á Landspítalanum er nú farið að græða agnarsmáa gangráða í fólk sem er komið fyrir í hjartavöðvanum.

Aðgerðin er gerð á hjartaþræðingastofu spítala og tekur um það bil eina klukkustund. Þessari aðgerð fylgir lítil áhætta. Þó er hugsanleg hætta á loftbrjósti, sem oftast er auðvelt að meðhöndla. Leiðslur sem settar eru í hjartað geta færst úr stað og þarf þá að laga þær í nýrri aðgerð sem fyrst. Einnig getur blætt frá skurðsári og aukaslög komið frá hjarta.

- Auglýsing-

Þegar heim er komið

  • Þú mátt fara í sturtu, umbúðirnar eru vatnsheldar.
  • Ef þú færð aukna verki, bólgu, roða, útferð eða hita á skurðsvæðinu skaltu hafa samband við gangráðseftirlit eða hjartadeildina 14G.
  • Ef þú finnur fyrir miklum hjartsláttartruflunum skaltu hafa samband við gangráðseftirlit eða hjartadeildina 14G.
  • Þú skalt forðast mikla áreynslu næstu 4 vikur og ekki lyfta neinu þungu. Sérstaklega er mikilvægt að hreyfa ekki handlegginn, þeim megin sem hjartagangráðurinn er, upp yfir höfuðið næstu 4 vikurnar.
  • Þú mátt ekki fara í sund fyrr en eftir 4 vikur og þá í samráði við lækni í gangráðseftirlitinu.
  • Öll rafknúin heimilistæki er hægt að nota áhyggjulaust þar með talið spansuðuhellur og örbylgjuofn.
  • Notkun farsíma er í lagi. Þó er ráðlegt að hafa farsímann ekki í gangi nær hjartagangráði en 7 cm.
  • Málmleitartæki á flugvöllum hafa ekki áhrif á gangráðinn. Þú skalt láta vita að þú sért með hjartagangráð áður en þú ferð í gegnum málmleitartæki.
  • Ekki er hægt að gera segulómun (MRI) hjá fólki með hjartagangráð.
  • Ef þú ert í meðferð hjá sjúkraþjálfara skaltu láta hann vita að þú sért með hjartagangráð.
  • Hjartagangráður kemur oftast ekki í veg fyrir að þú stundir þín fyrri störf, íþróttir og leikfimi. Ef þú finnur fyrir óþægindum vegna gangráðsins t.d. þegar þú stundar íþróttir, skaltu ræða það við lækninn þinn. Stöku sinnum getur þurft að hagræða eða færa gangráðinn til.
  • Finnir þú fyrir eftirfarandi einkennum skaltu hafa samband við gangráðseftirlit eða hjartadeildina: Mæði, bjúgur á fótleggjum, ökklum og/eða rist, langvarandi þreyta og þrekleysi, brjóstverkur, svimi eða langvarandi hiksti. Þessi einkenni geta bent til þess að hjartagangráðurinn starfi ekki rétt.
  • Stundum getur myndast mikill örvefur eftir skurðinn. Ef örið er mjög áberandi og veldur þér óþægindum skaltu ræða það við lækninn þinn.

Heimild: Af vef Landspítala Háskólasjúkrahúss

Tengt efni: Bjargráður

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-