-Auglýsing-

Gæti hamingjusamt hjónaband verið lykillinn að heilbrigðu hjarta?

Lífið verður svo mikið skemmtielgra með ástina í hjartanu.

Þeir sem eru hamingjusamir í hjónabandi eða sambúð eru ólíklegri en hinir einhleypu eða óhamingjusömu til að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Vísindamenn við Pittsburgh-háskóla komust  að þessari niðurstöðu.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna tengsl hjónabanda og hjarta- og æðasjúkdóma. Í könnun sem var birt í Medical News Today kom fram að ógiftar konur gætu verið líklegri en þær giftu til að deyja úr hjartasjúkdómi. Önnur rannsókn, gerð í NYU Langone Medical Center í New York, leiddi í ljós að gott hjónaband getur minnkað hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Að sögn Thomas Kamreck, prófessors í sálfræði við University of Pittsburgh, hafa á undanförnum árum komið fram fleiri sannanir fyrir því að góð sambönd og góð samskiptamynstur hafi jákvæð áhrif á heilsufar, þar með talið hjarta og æðasjúkdóma.

Í þessu tilfelli ákvað teymi vísindamanna að kanna hvort munur væri á áhrifum hamingjuríkra sambanda og hinna ólukkulegri á hjarta- og æðasjúkdóma og komust að þeirri niðurstöðu að hamingja í hjónabandi og sambúð minnkar líkur á að fólk fái þessa sjúkdóma.

Neikvæð samskipti juku áhættu um 8,5%

Vísindamennirnir völdu 281 heilbrigðan einstakling til þátttöku í rannsókninni. Þátttakendur voru miðaldra, höfðu atvinnu, voru heilbrigðir og í hjónabandi eða sambúð.

Fylgst var með samskiptum þátttakenda við maka eða sambúðaraðila á hverri klukkustund í fjóra daga. Þátttakendur sjálfir gáfu samskiptunum einkunnina “jákvæð” eða “neikvæð”.

Að sama tilefni var ákveðið að gera athugun þykkt slagæða í hálsi til að athuga hvort tengsl væru þarna á milli. Æðarnar sem skoðaðar voru eru aðalæðarnar sem flytja súrefnisrýkt blóð til höfðuðsins.

- Auglýsing-

Ef slagæð í hálsi þykknar þrengist hún um leið og það getur valdið hrörnun í æðaveggjum vegna fituútfellinga sem eykur þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.

Niðurstöður þessarar könnunar, voru fyrir nokkrum misserum birtar í Psychosomatic Medicine. Niðurstöðurnar sýndu með óyggjandi hætti að þátttakendur, sem mátu samskipti við maka neikvæð, voru með þykkari slagæð í hálsi. Samkvæmt útreikningum vísindamanna eru þessir einstaklingar í 8,5% meiri hættu á að fá hjarta og æðasjúkdóm en þeir sem eru í jákvæðum samskiptum við maka sína.

Þetta átti við í öllum aldurshópum sem skoðaðir voru og kynþáttur, kyn eða menntunarstig skipti ekki máli. Niðurstöður breyttust heldur ekki eftir að aðrir áhættuþættir sjúkdómsins höfðu verið skoðaðir og voru óháðar persónuleika og hvort fólk hafði verið í mörgum hjónaböndum/sambúðum.

Spila rómantísk sambönd kannski stóran þátt í heilsu almennt

Doktor Nataria Joseph, sem stjórnar vísindarannsóknum og starfar fyrir VA Greater Los Angeles Healthcare System, segir niðurstöður rannsóknarinna gefa upplýsingar um fleira en áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma.

“Þetta styður þá skoðun að góð hjónabönd og rómantísk sambönd stuðli að betri heilsu almennt. Líffræðilegir þættir, ásamt sálfræðilegum og félagslegum, hafa gríðarleg áhrif þegar kemur að líðan fólks.

Hinsvegar verður að taka með í reikninginn að ákveðnar takmarkanir voru á þessari könnun þar sem hún var gerð á afmörkuðu tímabili og niðurstöðurnar gætu breyst ef könnunin væri endurtekin þegar öðruvísi stæði á hjá þáttakendum.

Hitt, sem ekki er hægt að líta framhjá,” bætir hún við, “er að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu þarf að vera meðvitað um og fá upplýsingar um líðan sjúklinga sinna í hjónabandi eða sambúð, þar sem sá þáttur skiptir verulegu máli í heildarmati á sjúklingi eða sjúkdómsástandi.”

Það er ekki bara hjartað sem nýtur góðs af góðum samböndum. Niðurstöður könnunar frá árinu 2013, sem birt var í Journal of Clinical Oncology, leiddi í ljós að einstaklingar sem eru í hjónabandi þegar þeir greinist með krabbamein er líklegri til að lifa lengur en einhleypir einstaklingar með sömu greiningu.

- Auglýsing -

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-