-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Blíðfinnur og ég

Ég fékk nýja hjólið í hendurnar 11 apríl og á fyrsta hring var ljóst að við áttum eftir að vera góðir vinir. Hjólið var mjúkt og fór blíðlega með mig um götur og stíga. Nafnið kom þess vegna að sjálfu sér því upp í hugann kom þessi setning „Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó.“ Setningin er úr bókunum um Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson.

Að sjá vorið lifna við og taka á móti sumrinu á hjóli er upplifun. Upplifun sem best er að deila með vini, góðum vini Bóbó. Við höfum átt stórkostlegt sumrar þrátt fyrir sólarleysi. Við höfum nýtt tækifærin vel á milli lægða og raunar ansi oft verið sólarmegin.

Í rauninni finnst mér að það gerist hálfgerðir galdrar á hjóli þ.e. rafmagnshjóli. Frelsið sem ég upplifi er mikið enda gat ég ekki stundað mikla hreyfingu í all mörg ár vegna hjartabilunar og því hefur frelsið sem hjólreiðarnar færa mér aukið lífsgæði mín verulega.

Ævintýrin

Við Bóbó njótum þess að viðra hvorn annan og þegar þetta er ritað höfum við lagt að baki rúma 1600 km síðan í apríl. Við erum sem sagt komnir rúmlega einn hring. Við höfum fetað saman slóðir, götur og stíga á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem við höfum lagt land undir hjól og farið um Andakíl og Borgarnes og nágrenni í samhjóli með Hjólreiðafélagi Vesturlands. Við áttum aldeilis frábæra viku í Eyjafirði þar sem við nutum þess að hjóla um búsældarlegar sveitir í blíðuveðri.

Þetta hafa verið góðir túrar hjá okkur og ég trúi því að Bóbó finnist jafn gaman og mér á þessu flandri okkar og njóti þess að skoða veröldina frá okkar sjónarhorni. Og talandi um það. Sjónarhornið sem fæst við það að gerast landkönnuður á rafmagnshjóli er sérlega skemmtilegt. Tengslin við náttúruna verða sterkari og öll upplifun verður einhvern veginn í annarri vídd. Hugurinn hægir á sér og skilningarvit eins og sjón, heyrn og lykt verða næmari. Þetta er klárlega að vera í núinu.

Ég er búinn að vera að hjóla markvisst núna í tvö ár og búinn að leggja rúmlega 6.500 km að baki. Ég er mjög sáttur við þann árangur og samt hef ég öðru hvoru þurft að taka smá hlé til að safna kröftum. Það er nefnilega þannig að þegar kappið fer með mig þá gleymi ég gjarnan um stund að ég sé hjartabilaður og þegar ég fer frammúr mér þarf ég að borga fyrir það með hvíld. Sem er reyndar ekki endilega svo slæmt.

- Auglýsing-

Breytingar með Bóbó

En með honum Blíðfinni breyttist margt. Hann er með stærri rafhlöðu þannig að ég bæði kemst lengra og get gert það með fullum stuðningi sem minnkar líkurnar á því að ég ofkeyri mig. Hann er mýkri og fer betur með mig en hann Léttfeti sem var reyndar líka mjög góður bara á annan hátt.

Tækninni í rafhjólunum fleytir fram og tæknin verður betri og betri með hverju árinu sem líður sem að sama skapi opnar nýja möguleika í skemmtilegum upplifunar hjólatúrum um allar koppagrundir.

Eitt er víst að við Bóbó höldum áfram að hjóla fyrir hjartað bjartsýnir um betri tíð og færri lægðir en þangað til hjólum við Blíðfinnur og ég með sól í hjarta.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-