Heim Heilsugæslur

Heilsugæslur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfrækir fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Þjónusta þeirra grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Helstu þjónustuþættir heilsugæslustöðva:

Veldu þína hverfisstöð úr listanum hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um þjónustu hennar. Ef þú ert ekki viss um hvaða stöð þú tilheyrir getur þú slegið inn heimilisfangið þitt á forsíðunni.


Árbær
Heilsugæslan Árbæ þjónar íbúum Árbæjar, Seláss, Ártúnsholts, Grafarholts og Norðlingaholts.


Efra-Breiðholt
Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar íbúum Efra-Breiðholts.


Efstaleiti
Heilsugæslan Efstaleiti þjónar svæði sem afmarkast af Miklubraut í norðri, Fossvogi í suðri, Kringlumýrarbraut í vestri og Reykjanesbraut í austri


Fjörður
Heilsugæslan Fjörður þjónar íbúum Hafnarfjarðar og Álftaness.


Garðabær
Heilsugæslan Garðabæ veitir íbúum Garðabæjar almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu.


Glæsibær

Heilsugæslan Glæsibæ þjónar íbúum Voga- og Heimahverfis.


Grafarvogur

Heilsugæslan Grafarvogi þjónar íbúum Grafarvogs.


Hamraborg

Heilsugæslan Hamraborg þjónar íbúum Kópavogs sem búa vestan Digranesvegar að Bröttubrekku, norðan Fífuhvamms- og Nýbýlavegar.


Hlíðar

Heilsugæslan Hlíðum þjónar íbúum á svæði sem takmarkast af Snorrabraut og Kringlumýrarbraut og sjóa á milli.


Hvammur

Heilsugæslan Hvammi þjónar íbúum Kópavogs sem búa austan Digranesvegar og Bröttubrekku, sunnan Kópavogslækjar (Fífuhvamms) og sunnan Nýbýlavegar (með Hólmum).


Miðbær

Heilsugæslan Miðbæ þjónar íbúum í póstnúmeri 101 vestan Snorrabrautar og norðan Hringbrautar.


Mjódd

Heilsugæslan Mjódd þjónar íbúum neðra Breiðholts, það er hverfi 109, Bökkum, Stekkjum og Seljahverfi.


Mosfellsumdæmi

Heilsugæslan Mosfellsumdæmi þjónar íbúum í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, Kjós og Þingvallasveit.


Seltjarnarnes

Heilsugæslan Seltjarnarnesi þjónar íbúum á Seltjarnarnesi og Reykvíkingum í vesturbæ sunnan Hringbrautar, þar með talið háskólahverfi og Skerjafirði.


Sólvangur

Heilsugæslan Sólvangi þjónar íbúum Hafnarfjarðar og Álftaness.

Tekið af vef heilslugæslunnar www.heilsugaeslan.is

 

.