fbpx
-Auglýsing-

Konur og hjartasjúkdómar

Konur fá líka hjartasjúkdóma þó einkenni geti stundum verið ólík frá einkennum karla.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í hinum vestræna heimi. Á Íslandi látast nærri jafnmargar konur og karlar vegna þessara sjúkdóma á ári hverju. Einkenni hjartasjúkdóma eru ekki alltaf þau sömu hjá konum og körlum þó vissulega sé líka margt sem geti verið svipað eða eins.

Hjörtu kvenna eru hlutfallslega minni en í körlum og fyrstu merki sjúkdómsins koma iðulega ekki fram fyrr en tíu árum seinna en hjá körlum. Þá ná konurnar hinsvegar körlunum nokkuð fljótt og algengt er að hjörtu þeirra séu illa farinn þegar þær eru greindar. Einnig er tilhneiging hjá konum að leita sér síður eða seinna hjálpar en karlar. Eins undarlega eins og það kann að hljóma fá konur líka verri þjónustu en karlar inni á bráðamóttökum í greiningarferlinu.

Einkenni hjartaáfalls

Karlar og konur finna ekki endilega fyrir sömu einkennum við hjartaáfall. Algeng einkenni sem flestir tengja við hjartaáfall eru: þyngsli eða verkir fyrir brjósti oft með leiðni út í handleggi, háls, kjálka eða milli herðablaða. Stundum fylgir ógleði og kaldsviti. Einkenni kvenna geta þó oft líkst meltingartruflunum og er algengt að þær finni fyrir slappleika og þreytu, óeðlilegum kvíðaköstum sem og meltingartruflanir eða uppþembu.

Fjölmargir áhættuþættir

Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma á meðal íslenskra kvenna eru: ofþyngd, hreyfingarleysi, blóðfituröskun, háþrýstingur, reykingar og sykursýki. Flestir þessara áhættuþátta eru einkennalausir og þess vegna er nauðsynlegt að fara í áhættumat til greiningar reglulega. Mælt er með því að einkennalausar konur, 40 ára og eldri, fari í greiningu á fimm ára fresti. Einkennalausar konur yngri en 40 ára, sem hafa ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóma og/eða ættgenga blóðfituröskun, ættu einnig að fara reglulega í áhættumat.

Mataræði og hreyfing mikilvægustu forvarnirnar

Kyrrsetulíf og lélegt mataræði eru helstu áhættuþættir hjartasjúkdóma það er því nauðsynlegt að konur hugi vel að þessum þáttum; þjálfi hjartað, auki neyslu trefja og minnki neyslu hertra transfitusýra.

Trefjar hægja á upptöku kolvetna í blóðrás og hafa þannig góð áhrif á stjórnun blóðsykurs auk þess sem þær geta lækkað kólesteról í blóði. Neysla trefja getur einnig verið góð varðandi þyngdarstjórnun því þær koma í staðinn fyrir orkuríkari matvæli.

Transfitusýrur myndast þegar fljótandi olía er hert að hluta til en það er gert til að lengja geymsluþol matvöru. Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að transfitusýrur hafa afar slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og einnig leikur grunur á að mikil neysla þessara fitusýra geti átt þátt í tíðni sykursýki tvö.

Nokkrar staðreyndir

- Advertisement -

• Árlega deyja um 1800 Íslendinga, þar af 700 manns (40%) úr hjarta- og æðasjúkdómum.

• Árið 2005 létust  í kringum 360 karlar og 330 konur úr hjarta- og æðasjúkdómum. Það eru að meðaltali tveir Íslendingar (einn karl og ein kona) á dag.

• Árið 2005 dóu 150 konur úr hjarta og æðasjúkdómi á meðan 56 konur dóu úr lungnakrabbameini og 31 úr brjóstakrabbameini.

• Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um kvennaheilsu því sjaldan er það í sviðsljósinu að aðaldánarorsök kvenna sé hjarta og æðasjúkdómur.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Fora 6 blóðsykurmælir

Í samvinnu við Líftækni ehf kynnum við FORA 6 Connect mælirinn sem er frá Svissneska fyrirtækinu Fora Care Suisse AG.  FORA 6 Connect...

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-