-Auglýsing-

DASH mataræðið og eiginleikar þess

Nýjar rannsóknir benda til þess að DASH mataræðið minnki langtímaáhættu á hjarta og æðasjúkdómum.

Nýjar niðurstöður rannsókna um gagnsemi DASH mataræðisins þegar kemur að hjarta og æðasjúkdómum eru áhugaverðar og renna enn frekari stoðum undir að þetta mataræði passi hjartafólki vel. Hér má lesa meira um rannsóknina.


DASH mataræðið var sérhannað til lækknunar á blóðþrýstingi og virkar vel í þeim tilgangi. Hér fjallar Axel F. Sigurðsson hjartalæknir á Hjartamiðstöðinni um DASH og helstu eiginleika þess.

Margir sérfræðingar telja DASH mataræðið gott dæmi um fjölbreytt mataræði þar sem lögð er ríkuleg áhersla á hollustu og forvarnir gegn sjúkdómum. Mataræðið byggir á sterkum vísindalegum grunni og fæðuval styðst við gagnreynda næringarfræði. Virtar stofnanir eins og National Institute of Health og American heart Association hafa mælt með DASH mataræðinu.

Megináherslur DASH mataræðisins

 • Borðaðu mikið af grænmeti og ávöxtum
 • Borðaðu mikið af trefjjum
 • Borðaðu fitusnauðar mjólkurvörur
 • Borðaðu fisk, kjúkling og egg (í hófi þó)
 • Borðaðu hlutfallslega mikið af kalíum, magnesíum og kalki
 • Borðaðu heilkorn (brauð, hrísgrjón, pasta), hnetur og baunir (t.d. linsubaunir)
 • Forðastu rautt kjöt
 • Forðastu fitu, sérstaklega mettaða fitu og kólesteról
 • Borðaðu lítið af natrium salti
 • Forðastu sælgæti og gosdyrykki
 • Neyttu áfengis í hófi

DASH stendur fyrir Dietary Approach to Stop Hypertension og vísar til þess að mataræðið var upphaflega hugsað til þess að lækka blóðþrýsting hjá einstaklingum með háþrýsting. DASH rannsóknin var birt árið 1997 í New England Journal of Medicine og vakti mikla athygli enda sýndi hún fram á að mataræðið lækkaði blóðþrýsting marktækt hjá einstaklngum með háþrýsting.

DASH mataræðið gerir ráð fyrir að 25% daglegrar heildarorku sé í formi fitu, þar af 6% í formi mettaðrar fitu, 18% í formi eggjahvítu og 55% í formi kolvetna. Megináhersla er lögð á að draga úr neyslu á fitu, sérstaklega mettaðri fitu og kólesteróli. Jafnframt er lögð áhersla á ríkulega neyslu á ávöxtum, grænmeti, trefjum og fitusnauðum mjólkurvörum. Ekki er mælt með neyslu á rauðu kjöti en fuglakjöt eins og kjúklingur og kalkúnn er leyft svo og fiskur. Neysla á natriumsalti er lág en mælt er með hlutfallslega mikilli neyslu kalíumsalts, magnesíum og kalks.

The DASH Diet Cookbook: Quick and Delicious Recipes for Losing Weight, Preventing Diabetes, and Lowering Blood Pressure

The DASH Diet Cookbook: Quick and Delicious Recipes for Losing Weight, Preventing Diabetes, and Lowering Blood Pressure

Dr. Mariza Snyder, Dr. Lauren Clum, Anna V. Zulaica

Eins og áður sagði er pitstillin frá Axel F. Sigurðssyni hjartalækni en hann heldur úti gríðarlega góðum vefsíðum mataraedi.is og docsopinion.com.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Axel F. Sigurðsson
Axel F. Sigurðsson
Axel er sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Embættspróf frá Læknadeild Háskóla Íslands 1984. Sérfræðinám við Sahlgrenska/Östra háskólasjúkrahúsið í Gautaborg 1988-1995 og við Royal Jubilee Hospital í Victoria BC í Kanada 1995-1996. Doktorspróf frá Gautaborgarháskóla 1993. Sérfræðingur í hjartalækningum við Landspítala Háskólasjúkrahús frá 1996 með megináherslu á kransæðasjúkdóma, kransæðaþræðingar, kransæðavikkanir og hjartabilun. Axel hefur starfað sem hjartalæknir á Hjartamiðstöðinni Holtasmára 1. frá 2008.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-