-Auglýsing-

Hollusta lykilatriði í lágkolvetna og lágfitumataræði

Hollusta er lykillinn að því að vel takist til.

Þegar þú ert á lágkolvetna- eða fitusnauðu mataræði (LCD eða LFD) er val á hollum valkostum lykillinn að því að draga úr hættu á ótímabærum dauða samkvæmt nýlegri rannsókn undir forystu vísindamanna frá Harvard T.H. Chan School of Public Health.

Fólk sem valdi að borða hollari útgáfur af mataræðinu – að fylla diskana sína með heilkorna, grænmeti, heilum ávöxtum og hnetum – var í minni áhættu á ótímabærum dauða samanborið við fólk sem fylgdi hvorugu mataræðinu. Aftur á móti kom í ljós að fólk sem borðaði óheilsusamlegan lágkolvetna (LCD) eða lágfitu (LFD) mat – þar með talið mikið magn af lélegum/einföldum kolvetnum, dýrapróteini og mettaðri fitu – voru í meiri áhættu á ótímabærum dauða samanborið við hin hópinn.

„Niðurstöður okkar sýna glöggt að gæði fremur en magn meginnæringarefna í mataræði okkar hefur mikilvæg áhrif á heilsu okkar,“ sagði aðalhöfundur greinarinnar Zhilei Shan, rannsakandi við næringarfræðideild skólans. „Umræðan um heilsufarslegar afleiðingar fitusnauðs eða lágkolvetnafæðis er umdeilanaleg nema uppspretta fitu eða kolvetna séu skýrt skilgreindar.“

Fyrri rannsóknir

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að mismunandi tegundir kolvetna og fitu hafa mismunandi áhrif á sjúkdómsáhættu og heilsu. Til dæmis geta kolvetni með lágum gæðum svo sem hvítt brauð eða korn með viðbættum sykri valdið óæskilegum toppum í blóðsykri sem getur stuðlað að auknu insúlínviðnámi og öðrum efnaskiptavandamálum eins og efnaskiptavillu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að matur sem er hár í mettaðri fitu eins og rautt kjöt og smjör getur aukið hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.

Tímamótarannsókn

Þessi rannsókn er fyrsta rannsóknin þar sem skoðuð eru tengsl milli lágkolvetna- og fitusnauðra megrunarkúra og dánartíðni þar sem sérstaklega eru skoðuð eru gæði meginnæringarefna (Macronutrient).

Rannsakendurnir notuðu gögn frá 37.233 fullorðnum, 20 ára og eldri sem tóku þátt í bandarísku heilsu- og næringarrannsókninni frá 1999 til 2014. Mataræði þátttakenda var skráð og kvarðað með tilliti til fitu-, prótein- og kolvetnaneyslu þeirra.

- Auglýsing-

Þeir komust að því að þegar ekki var tekið tillit til gæða meginnæringarefna, höfðu lágkolvetna (LCD)-lágfitu mataræði (LFD) ekki áhrif á dánartíðni. Aftur á móti þegar þeir skoðuðu hvort fólk á þessu mataræði legði áherslu á hágæða kolvetni og fitu kom fram munur.

Í samanburði við fólk sem var ekki á lágkolvetnamataræði, voru 27% minni líkur á að fólk sem borðaði hollt lágkolvetna fæði (LCD) látist af ótímabærum dauða á meðan fólk sem borðaði óheilbrigt lágkolvetna mataræði (LCD) jók hættuna á ótímabærum dauða um 16%.

Í samanburði við fólk sem ekki var á lágfitumataræði (venjulegt mataræði) voru þeir sem borðuðu heilsusamlegasta lágfitumataræðið í 27% minni hættu á ótímabærum dauða á meðan þeir sem borðuðu óhollustu lágfitumataræði 12% aukna áhættu.

Að lokum

Það er lykilatriði að huga að hollustu þegar ákvörðun er tekin um að vera á lágkolvetna eða lágfitumataræði til að þessar leiðir komi að gagni til lengri tíma litið.

Meðhöfundar frá Harvard Chan School voru Frank Hu, Yanjun Guo og Qibin Qi.

Hér má finna greinina í heild sinni.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-