-Auglýsing-

Offita ekki frábendingarsök við ósæðarlokuskipti

Samkvæmt rannsókninni er offita ekki frábendingarsök við ósæðarlokuskipti.

Á Mbl.is er sagt frá því að árang­ur sjúk­linga sem þjást af offitu og gang­ast und­ir loku­skipti vegna ósæðarlokuþrengsla er góður og skamm- og lang­tíma­lif­un sam­bæri­leg við sjúk­linga í kjörþyngd. Offita ætti því ekki að vera frá­bend­ing þegar kem­ur að loku­skipt­um vegna lokuþrengsla.

Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar sem kynnt er í nýj­asta tölu­blaði Lækna­blaðsins í grein eft­ir Frey­dísi Höllu Ein­ars­dótt­ur, Erlu Liu Ting Gunn­ars­dótt­ur, Sunnu Lu Xi Gunn­ars­dótt­ur, El­ínu Mettu Jen­sen, Sindra Aron Vikt­ors­son, Ingu Láru Ingvars­dótt­ur, Katrínu Júníönu Lár­us­dótt­ur, Leon Arn­ar Heit­mann og Tóm­as Guðbjarts­son.

-Auglýsing-

Greina höf­und­ar frá því að ósæðarlokuþrengsl séu al­geng­asti hjarta­loku­sjúk­dóm­ur­inn á Vest­ur­lönd­um og ald­ur­stengd kölk­un lok­unn­ar og meðfædd tví­blöðku­loka lang­al­geng­ustu or­sak­irn­ar. Í ný­legri ís­lenskri rann­sókn, sem byggði á hjarta­ómskoðun, reynd­ist al­gengi sjúk­dóms­ins 4% hjá ein­stak­ling­um yfir sjö­tugu, en með hækk­andi meðal­aldri þjóðar­inn­ar sé ljóst að til­fell­um muni fjölga enn frek­ar á næstu ára­tug­um.

Ein helsta áskor­un ís­lensks heil­brigðis­kerf­is

Ný meðferð er kynnt til sög­unn­ar, svo­kölluð ósæðarlokuísetn­ing sem rutt hafi sér til rúms. Geng­ur hún út á að líf­rænni gerviloku er komið fyr­ir með hjartaþræðing­ar­tækni og hent­ar aðgerðin ekki síst hjá sjúk­ling­um þar sem áhætta við opna hjartaaðgerð er tal­in mik­il.

Segja grein­ar­höf­und­ar enn margt á huldu um or­sak­ir ósæðarlokuþrengsla en þeim áhættuþátt­um sem eru þekkt­ir virðist svipa til þeirra sem valda kran­sæðasjúk­dómi. Þar á meðal er offita, sem einnig er tal­in stuðla að hraðari fram­gangi ósæðarlokuþrengsla. „Líkt og ann­ars staðar á Vest­ur­lönd­um eru af­leiðing­ar offitu ein helsta áskor­un ís­lensks heil­brigðis­kerf­is og er talið að 23% full­orðinna þjá­ist af henni og fer hlut­fallið ört vax­andi,“ skrifa höf­und­ar.

Offita hafi al­mennt verið tal­in auka lík­ur á fylgi­kvill­um í kjöl­far aðgerða, einkum skurðsýk­ing­um. Segja höf­und­ar rann­sókn­ir á þess­um vett­vangi þó mis­vís­andi og hafi sum­ar þeirra jafn­vel sýnt fram á betri ár­ang­ur hjá sjúk­ling­um með offitu borið sam­an við sjúk­linga í kjörþyngd, þar sé á ferð fyr­ir­bæri sem nefnt er offituþver­sögn (e. obesity para­dox).

- Auglýsing-

Náði til 748 sjúk­linga

Ekki hafi þó tek­ist að sýna fram á þver­sögn þessa í ís­lenskri rann­sókn á kran­sæðahjá­v­eituaðgerðum en þar kom í ljós að tíðni fylgi­kvilla og 30 daga dán­artíðni var svipuð hjá sjúk­ling­um með offitu og sjúk­ling­um í kjörþyngd. Hafi tengsl offitu við ár­ang­ur loku­skiptaaðgerða hins veg­ar ekki verið rann­sökuð hér­lend­is fyrr en með þeirri rann­sókn sem nú er kynnt en er­lend­ar rann­sókn­ir hafa flest­ar einnig verið á hjá­v­eituaðgerðum.

Náði rann­sókn­in til 748 sjúk­linga sem geng­ust und­ir ósæðarloku­skipti á Land­spít­ala frá 1. janú­ar 2003 til 31. des­em­ber 2020. Leituðu rann­sak­end­ur að sjúk­ling­um í tveim­ur aðskild­um skrám, ann­ars veg­ar sjúk­linga­bók­haldi Land­spít­ala þar sem leitað var að aðgerðar­núm­er­um fyr­ir ósæðarloku­skipti og hins veg­ar í aðgerðaskrá hjarta- og lungna­sk­urðdeild­ar Land­spít­ala.

Upp­lýs­ing­ar um dán­ar­dag og dánar­or­sak­ir feng­ust úr dán­ar­meina­skrá land­lækn­is. Helstu loka­breyt­ur rann­sókn­ar­inn­ar voru 30 daga dán­artíðni og lang­tíma­lif­un.

Áhættuþætt­ir skráðir

„Náði rann­sókn­in til sjúk­linga sem höfðu ósæðarlokuþrengsl sem ábend­ingu fyr­ir aðgerð, en einnig voru tekn­ir með sjúk­ling­ar sem geng­ust und­ir kran­sæðahjá­v­eitu og/​eða mít­ur­loku­viðgerð/​skipti sam­hliða ósæðarloku­skipt­um. Hins veg­ar voru ekki tekn­ir með þeir sjúk­ling­ar sem höfðu ósæðarlokuleka án þrengsla, hjartaþels­bólgu (endocar­dit­is), þeir sem geng­ust und­ir víkk­un á ósæðar­rót né þeir sem höfðu geng­ist und­ir ósæðarloku­skipti áður (re-do AVR),“ seg­ir í grein­inni.

Sam­tals upp­fylltu 756 sjúk­ling­ar inn­töku­skil­yrði rann­sókn­ar­inn­ar, en sleppa varð tveim­ur sjúk­ling­um þar sem upp­lýs­ing­ar um hæð og þyngd vantaði. Sex sjúk­ling­ar voru í lík­amsþyngd­ar­flokkn­um und­irþyngd og var þeim einnig sleppt. End­an­legt rann­sókn­arþýði tók því til 748 sjúk­linga.

Skráðu rann­sak­end­ur ýmis ein­kenni og áhættuþætti hjarta- og æðasjúk­dóma, svo sem sögu um háþrýst­ing, syk­ur­sýki, reyk­ing­ar og blóðfiturösk­un.

Eins var skráð hvort um bráða- eða valaðgerð var að ræða og hvort aðrar aðgerðir en loku­skipt­in voru fram­kvæmd­ar sam­tím­is. Voru upp­lýs­ing­ar um fylgi­kvilla eft­ir aðgerð, end­ur­inn­lagn­ir og hvort viðkom­andi lést á eft­ir­lits­tím­an­um færðar í gagna­grunn. Var sjúk­ling­um fylgt eft­ir til 31. des­em­ber 2020 og var meðaltal eft­ir­fylgni 6,3 ár.

Árang­ur góður hér­lend­is

Í umræðukafla grein­ar­inn­ar kem­ur fram að ár­ang­ur eft­ir ósæðarloku­skipti vegna ósæðarlokuþrengsla hjá sjúk­ling­um sem þjást af offitu sé góður hér­lend­is, hvort tveggja þegar litið er til skamms og lengri tíma frá aðgerð.

- Auglýsing -

„Þó sjúk­ling­ar með offitu hefðu oft­ar áhættuþætti hjarta- og æðasjúk­dóma og hærra EuroSCORE II reynd­ist lif­un þeirra ekki mark­tækt frá­brugðin þeirra í kjörþyngd. Þetta átti bæði við um 30 daga og lang­tíma­lif­un, en dán­ar­hlut­fallið fyrstu 30 dag­ana eft­ir aðgerð var 4,5% og reynd­ist mun­ur­inn ekki mark­tæk­ur milli hópa. Þetta 30 daga dán­ar­hlut­fall er sam­bæri­legt og í mörg­um er­lend­um rann­sókn­um þó einnig séu til rann­sókn­ir sem lýst hafi lægra dán­ar­hlut­falli. Í sum­um þeirra eru þó ekki alltaf tekn­ar með bráðaaðgerðir á veik­ustu sjúk­ling­un­um, líkt og gert var í okk­ar rann­sókn.“

Hafi lang­tíma­lif­un einnig reynst sam­bæri­leg milli þyngd­ar­flokka, þó hafi til­hneig­ing sést til betri lif­un­ar hjá sjúk­ling­um með hærri lík­amsþyngd­arstuðul. Fjölþátta­grein­ing í rann­sókn­inni sýndi hins veg­ar ekki mark­tæk tengsl lík­amsþyngd­arstuðuls við lang­tíma­lif­un eft­ir að leiðrétt hafði verið fyr­ir bak­grunnsþátt­um sjúk­linga.

Hafi sam­bæri­leg­ar niður­stöður sést við und­ir­hópa­grein­ingu þeirra sjúk­linga sem fóru í loku­skipti án kran­sæðahjá­v­eitu, en til sam­an­b­urðar sýndi ís­lenska rann­sókn­in á hjá­v­eituaðgerðum ekki held­ur mark­tæk­an mun á lif­un eft­ir lík­amsþyngd­ar­flokk­um.

Sam­bæri­leg 30 daga dán­artíðni

Fjórðung­ur þýðis­ins var í kjörþyngd, á meðan flest­ir voru í ofþyngd, eða 45%, rúm­lega fimmt­ung­ur með offitu, 22%, og 7% með mikla offitu. Tíðni háþrýst­ings, syk­ur­sýki og blóðfiturösk­un­ar jókst með hækk­andi lík­amsþyngd­arstuðli, enda tengsl þess­ara þátta við offitu vel þekkt.

Þá reynd­ust aðgerðatengd­ir þætt­ir sam­bæri­leg­ir milli hóp­anna fjög­urra og átti það einnig við um vél­ar- og tang­ar­tíma, sem kem­ur að sögn höf­unda á óvart þar sem aðgerðir á sjúk­ling­um með offitu þyki oft tækni­lega krefj­andi. Séu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í sam­ræmi við flest­ar er­lend­ar rann­sókn­ir þótt sum­ar þeirra hafi sýnt lengri aðgerðar­tíma hjá sjúk­ling­um með offitu.

Sam­an­tekið sýni rann­sókn­in að sjúk­ling­ar með offitu hafi sam­bæri­lega 30 daga dán­artíðni og lang­tíma­lif­un eft­ir ósæðarloku­skipti vegna ósæðarlokuþrengsla og sjúk­ling­ar í kjörþyngd, þrátt fyr­ir hærri tíðni áhættuþátta og hærra EuroSCORE II. Segja höf­und­ar niður­stöðurn­ar já­kvæðar fyr­ir vax­andi hóp sjúk­linga sem þjást af offitu og þurfi að gang­ast und­ir loku­skipti. Offita ein og sér ætti því ekki að vera frá­bend­ing frá ósæðarloku­skiptaaðgerð.

Hér má lesa grein­ina í heild sinni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-