-Auglýsing-

Hvað segja draumar um heilsu þína?

Draumar geta verið skemmtilegir og margvíslegar hugmyndir um meiningu þeirra.

Draumar eru skemmtilegt fyrirbæri sem gaman er að spá í þó svo að það sé nú ekki alltaf auðvelt að átta sig því hvert þeir leiða okkur, eða hvort eitthvað sé að marka þá. Ég rakst á þessa skemmtilegu grein þar sem draumar eru tengdir saman við heilsufar.

Þér gæti fundist spennandi að ræða þýðingu drauma, en draumráðningar hafa af fræðimönnum haft álíka mikla merkingu og stjörnuspeki eða ætti ég kannski að segja litla. Þrátt fyrir það halda vísindamenn að draumar geti í rauninni komið með mikilvægar upplýsingar um heilsu okkar, jafnvel varað okkur við sjúkdómum löngu áður en líkamleg einkenni koma í ljós.

Draumar eru sannarlega ráðgáta

Nákvæmlega af hverju okkur dreymir er ennþá ráðgáta fyrir vísindamönnum –og getur oft orðið kveikjan að miklum rökræðum. Það sem við vitum er að okkur dreymir fjórum til sex sinnum á nóttu, en við munum yfirleitt bara tvo til fjóra drauma á viku. Ástæðan fyrir þessu er sú að við munum bara drauma ef við vöknum í þeim miðjum. Ef við höldum áfram að sofa þegar draumurinn endar, gleymum við þeim um alla eilífð.

Það virðist vera sem konur muni drauma sína oftar en karlar, hugsanlega er það vegna þess að þær hafa tilhneigingu til að sofa lausari svefni en karlar og vakni upp í miðjum draum.

Okkur dreymir ekki alla nóttina. Heilinn í okkur skapar drauma á ákveðnu stigi svefnsins, þegar hraðar augnhreyfingar einkenna svefninn, REM stigið. Þar sem við sofum létt á þessu stigi svefnsins vöknum við mjög auðveldlega þegar okkur dreymir. Þessa tegund af svefni fáum við um fjórum sinnum á nóttu og fyrsta lotan hefst um 90 mínútum eftir að við sofnum.

Og hver eru þá nýjustu vísindin um draumana og þýðingu þeirra? Hvort sem þig dreymir meira en venjulega, færð martraðir eða undarlega líflega draum. Hvað þýðir þetta og hvað gæti þetta sagt um heilsufarið þitt, við ætlum að líta á nokkur dæmi.

- Auglýsing-

Martraðirnar

Hugsanleg orsök: Beta-hemlar (hjartalyf), hjartasjúkdómar, mígreni eða svefnskortur. Beta-hemlar eru alræmdir fyrir að valda erfiðum draumförum segir Prófessor Jim Horne, svefnsérfræðingur frá Loughborough University. Þessi algengu lyf sem notuð eru til að létta álagi á hjarta og lækka blóðþrýsing en sérfræðingar segja að þau geti einnig óbeint haft áhrif á efni í heilanum, sem komi af stað martröðum.

Hjartsláttaróregla

Vondir draumar geta einnig verið tengdir við hjartsláttaróreglu en samkvæmt rannsókn á meira en 6.000 manns og var birt í tímaritinu Journal of Medicine, komust vísindamenn að því að þrefaldar líkur eru á martröðum hjá þeim sem þjást af hjartsláttaróreglu og þeir sem eru með brjóstverki eru í sjö sinnum meiri áhættu á að fá martraðir.

Mígreni

Martraðir geta einnig verið viðvörun um yfirvofandi mígreni. Þessir miklu höfuðverkir geta dunið yfir á nóttunni og ein rannsókn sem gerð var á 37 sjúklingum leiddi í ljós að þeim fannst eins og þá dreymdi oft slæma drauma sem fela í sér reiði og yfirgang. Ein kenning er uppi um að höfuðverkur geti valdið breytingum í heila.

Hvíld er mikilvæg

Skortur á hvíld gæti líka framkallað martraðir. Of lítill svefn getur framkallað ástand þar sem við erum sem lömuð og hrjáir einn af hverjum tuttugu einhvern tíma á lífsleiðinni, segir Dr. Nicholas Oscroft, sérfræðingur í svefni hjá Papworth sjúkrahúsinu í Cambridge. Þetta ástand gerir það að verkum að að maður getur ekki hreyft, hvorki legg né lið í nokkur andartök eftir að við vöknum. En það er viðvörunarkerfi líkamans sem stýrir því að við getum ekki hreyft okkur í svefni svo við förum okkur ekki að voða.

Eins og  þetta sé ekki nógu slæmt. Margir sem upplifa slíka lömun í svefni upplifa oft þá tilfinningu að það sé einhver í herberginu með þeim, eða að einhver sé að ýta á brjósti þeirra. Til allrar hamingju endist þetta venjulega aðeins í mínútu eða tvær, en þetta er vond tilfinning og getur gert mann ansi skelkaðan.
Orsökin fyrir þessu gæti verið sú að fólk sem er með vandamál í hjarta eru líklegri til að þjást af öndunarerfiðleikum sem geta leitt til lækkunar súrefnis í heilanum.

Kynferðislegir draumar

Hugsanleg orsök þessa gæti verið tímabil þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum og það eru nýjungar í gangi í lífinu. Kynferðislegir draumar geta komið á hvaða aldri sem er en fara heldur vaxandi þegar við eldumst, og eru sérstaklega algegnir hjá fólki sem er komið yfir sextugt, segir sálfræðingurinn Ian Wallace. „Margir viðskiptavina minna sem eru á sextugs og sjötugsaldri tala um að þá dreymi slíka drauma. Það kemur kannski á óvart en draumarnir hafa ekkert að gera með kynlíf þeirra en eru tengdir við aukin umsvif og aukin sköpunarkraft“, segir Ian. “Það er nefnilega algengt þegar fólk fer að nálgast eftirlaunaaldur eru gjarnan tekin upp ný áhugamál, sem gæti útskýrt þessa aukningu kynferðislegra drauma”, er haft eftir honum.

Hvað svo sem er að marka þessi fræði eru draumar vissulega skemmtilegt viðfangsefni.

Dreymi ykkur vel.

- Auglýsing -

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-