-Auglýsing-

Hvíldarpúls að morgni

Púls og blóðþrýstingsmælingar geta gefið dýrmætar upplýsingar um heilsu okkar.

Morgunhjartsláttur/hvíldarpúls getur gefið lækninum þínum vísbendingar um heilsufar þitt. Meðal annars með tilliti til virkni æðakerfisins, hvort sýking sé hugsanlega til staðar, hvort hjartsláttartíðni sé eðlileg auk þess að bregða upp mynd af almennu líkamlegu atgervi.

Morgunhjartsláttur –einnig þekktur sem hvíldarpúls- dregur nafn sitt af því hvenær dagsins hann er mældur. Áður en stigið er fram úr rúminu eftir nætursvefn slær hjartað að meðaltali 60 – 80 slög á mínútu, samkvæmt því sem segir á vef amerísku hjartasamtakanna.

Breytileiki

Líkamlegt atgervi þitt, aldur, ávísuð lyf, líkamleg virkni og líkamsstaða geta valdið því að hjartsláttur getur verið breytilegur. Fólk sem er í góðri líkamlegri þjálfun er gjarnan með lægri hvíldapúls en kyrrsetufólk. Þjálfaður íþróttamaður getur verið með morgunpúls sem er jafnvel allt niður í 40 slög á mínútu útskýrir Dr. Edward R Laskowski lyflæknir og endurhæfingarsérfræðingur við Mayo Clinic í Bandaríkjunum.

Tilgangur

Með því að reikna út morgunhjartsláttinn getur þú hjálpað lækninum þínum eða líkamsræktarþjálfaranum þínum að ákvarða hver gæti verið æskilegur þjálfunarpúls hjá þér. Þessar upplýsingar hjálpa til við að sjá hvort þú ert að stunda ofþjálfun og hvernig hjartað aðlagast þörfinni fyrir súrefni meðan á æfingu stendur. Læknir gæti líka viljað vita morgun-hjartsláttartíðni þína til að fá vísbendingu um hugsanlega þornun í líkamanum eða jafnvel sýkingu, samkvæmt því sem segir á MedLine Plus.

Vísbendingar

Lágur morgunhjartsláttur bendir til þess að æðakerfið sé í góðu ástandi og hjartað skili góðum afköstum við kjöraðstæður. Ítrekaður mjög hár eða mjög lágur morgunhjartsláttur þar sem svimi, yfirliðstilfinning og mæði fylgja með, benda til þess að um heilsufarsvandamál sé að ræða.

Einstaklingar sem sem eru með yfir 100 slög í morgunpúls gætu hugsanlega þjáðst af sjúkdómi sem heitir tachycardia, sem getur hækkað áhættuna á heilaáfalli og hjartastoppi eða dauða.

- Auglýsing-

Þegar morgunpúlsinn er ítrekað undir 60 slögum á mínútu, getur verið að þú sért með bradycardia sem er alvarlegt vandamál sem getur leitt til þess að hjartað dæli ekki nógu miklu súrefnisríku blóði um líkamann.

Útreikningurinn

Til að finna út morgunhjartsláttinn þarf skeiðklukku eða úr með sekúnduvísi og smá útreikning áður en þú ferð frammúr hlýjunni í rúminu.

Með því að telja fjölda hjartaslaga undir úlnliðnum í 10 sekúndur og margfalda með 6 ertu kominn með morgunhjartsláttinn þinn. Einnig er hægt að finna púlsinn í æðunum í hnésbótinni, á hálsi og í nára.

Björn ÓFeigs.

Heimild: livestrong.com

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-