-Auglýsing-

Kona fær hjartaáfall

Kona fær hjartaáfall
Hjartaáfall getur verið alvöru lífshætta og mikilvægt að bera kennsl á helstu einkenni.

Þetta er dæmisaga og ég veit ekki upprunann en hún gæti hæglega verið úr íslenskum veruleika og skilaboðin skipta máli. Eftirfarandi er fyrir allar konur og alla karla og ætti að taka alvarlega. Flest vitum við að einkenni og hjartaáföll kvenna geta verið öðruvísi og þetta er góð lýsinging á því sem gerist.

Vissirðu að konur fá yfirleitt ekki sömu einkenni og karlar fá þegar þær fá hjartaáfall? Þú veist, stingandi verkur í bringuna, kaldur sviti, grípa fyrir hjartað og detta í gólfið eins og í bíómyndunum. Hér er sönn saga af upplifun konu sem fékk hjartaáfall.

Hjartaáfallið

Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að ég fékk hjartaáfall um kl. 22.30 á miðvikudagskvöldi án nokkurra einkenna sem maður myndi ætla að ættu að vera fyrirboði þess sem koma skyldi eða ég þekkti þau ekki. Ég sat í huggulegheitum á köldu kvöldi með köttinn í fanginu lesandi bók og hugsaði með mér að svona á lífið að vera. Stundarkorni seinna fékk ég skelfilega tilfinningu eins og meltingatruflanir eða eins og þegar þú ert að flýta þér að borða og tekur of stóran bita og skolar honum niður með slatta af vatn. Bitinn sem þú tókst er eins og stór golfbolti að mjakast niður í vélindað og tilfinningin er ekki góð. Þetta var tilfinningin en eina vandamálið var að ég hafði ekki borðað neitt í tæpar sex klukkustundir.

Eftir þessa upplifum varð sú næsta verri. Krampakenndur herpingur í brjóstinu og inn undir bringubeinið (þar sem maður ýtir við hjartahnoð). Þessi tilfinning hélt áfram upp hálsinn og út í kjálkana. Núna hætti ég að hugsa um hvað væri í gangi því við höfum öll lesið eða heyrt að það að fá verki í kjálkana væri eitt einkenna hjartaáfalls. Ég sagði upphátt við sjálfan mig og köttinn Ó Guð ég held ég sé að fá hjartaáfall!

Ég ýtti kettinum úr kjöltunni og stóð upp, tók skref en féll við. Ég hugsaði með mér að ég yrði að hringja á hjálp. Ég tosaði mig upp á stólnum og skrönglaðist rólega inn í næsta herbergi og hringdi í sjúkrabíl (112). Ég sagði þeim sem svaraði að ég væri að fá hjartaáfall miðað við þá verki sem ég lýsti á undan. Ég var ekki beinlínis hrædd heldur sagði frá staðreyndum.

Konan á hinum endanum sagðist senda til mín sjúkrabíl strax og spurði hvort útidyrahurðin væri læst og hvort ég gæti labbað þangað til að aflæsa og leggjast svo á gólfið þar sem hægt væri að sjá mig. Ég lagðist á gólfið og missti meðvitund. Ég man ekki eftir sjúkraflutningsmönnunum sem komu og skoðuðu mig komu mér fyrir á börum og settu mig inn í sjúkrabílinn. Þar höfðu þeir samband við sjúkrahúsið til að láta vita af komu minni. Ég rankaði við mér stutta stund við komuna á sjúkrahúsið þar sem fagfólk tók á móti mér og spurði mig ýmissa spurninga. Ég datt út og rankaði ekki við mér aftur fyrr en á þræðingarborðinu. Þá hafði hjartalæknirinn þrætt legg úr náranum upp í hjartað á mér og komið fyrir tæki til að hjálpa hjartanu mínu.

- Auglýsing-

Það var eins og allar mínar hugsanir og gerðir heima hefðu tekið 20-30 mínútur áður en ég kallaði á sjúkrabíl en í raun tók það ekki nema 4-5 mínútur. Slökkvistöðin og sjúkrahúsið var rétt nokkrar mínútur í burtu, sjúkrahúsinu gert viðvart og hjartalæknirinn var tilbúin að taka á móti mér og koma hjartanu aftur af stað.

Mikilvæg skilaboð

Af hverju er ég að skrifa allt þetta með svo mikilli nákvæmni? Ég vil að þið allar sem eruð svo mikilvægar í mínu lífi lærið af þessu fyrstu hendi.

1. Vertu viss um að eitthvað er að gerast í líkama ykkar að konur finna ekki alltaf þessi venjulegu karllægu einkenni. Það er sagt að mun fleiri konur en karlar deyji við þeirra fyrsta og síðasta hjartaáfall þar sem þær vissu ekki að þær væru að fá áfall, þekktu ekki einkenninn. Algeng einkenni eins og meltingatruflanir geta ruglað konur og þá taka þær stundum verkjalyf eða brjóstsviðatöflur, fara í rúmið og vona að þeim líði betur daginn þegar þær vakna upp sem gerist svo kannski ekki. Kæru vinkonur. Ykkar einkenni eru ekki endilega eins og mín svo ég hvet ykkur til að hringja á sjúkrabíl ef eitthvað óþægilegt og óútskýrt er að gerast sem þið hafið ekki upplifað áður. Það er betra að hringja og að það sé fölsk hringing heldur en að hætta lífi þínu og hvað hefði mögulega getað verið.

2. Takið eftir að ég sagði ykkur að hringja strax í 112 því tíminn skiptir máli. Ekki reyna að keyra sjálfar á sjúkrahús. Þá væruð þið að hætta ekki bara ykkur heldur öðrum í umferðinni.

3. Ekki hugsa að þetta geti ekki verið hjartaáfall af því þú ert með venjulegan blóðþrýsting eða rétt kólesteról. Hjartaáfall verður yfirleitt vegna langvarandi streitu og bólgu í líkamanum og boðefnabúskapurinn í líkamanum kemst í uppnám. Verkur sem leiðir upp í kjálkann getur vakið þig upp af góðum svefni.

Konur verið varkárar og vakandi um skilaboðin sem líkaminn sendir ykkur. Lærum að þekkja einkenni. Því meira sem við vitum því meiri möguleika höfum við á að lifa af hjartaáfall.

Pistillinnn er þýddur og endursagður.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-