-Auglýsing-

7 merki um að þú sért hugsanlega að fá hjartaáfall

Verkur fyrir brjósti er eitt af einkennum hjartaáfalls en þó eru ekki allir sem fá slíkan verk.

Einkenni hjartaáfalls eru ekki alltaf eins hjá körlum og konum. „Það sem við höldum að séu dæmigerð einkenni hjartaáfalls -eins og fíll sitji á brjóstkassanum- er líklegra til að vera einkenni sem karlar finna frekar fyrir heldur en konur,“ segir Marinne Legato, MD, forstöðumaður kynjasérgreina (Gender-Specific Medicine) við Columbia Háskóla.

Staðreyndin er sú að 43% kvenna sem fá hjartaáfall fá engan brjóstverk. Ástæðan er sú að einkenni þeirra eru almennt ekki jafn augljós og konur leita almennt seinna á bráðamóttöku en karlar. Það getur þó orðið dýrkeypt: Líkurnar á því að lifa af hjartaáfall aukast um 23% ef þú færð meðferð innan 3 klukkustunda og 50% ef þú færð rétta meðferð innan klukkustundar.

Ekki verða fórnarlamb varkárninnar. Lestu áfram til að fræðast um 7 einkenni hjartaáfalls sem konur láta oft fram hjá sér fara eða bera ekki kennsl á. Ef þú finnur fyrir einhverjum af þessum einkennum, skaltu bregðast strax við, ekki bíða vegna þess að þú sért ekki viss um að þetta sé alvarleg. Eins og Dr. Legato segir: „Það er betra að fara aðeins hjá sér en deyja.“

Hjartaáfall, rauðu merkinn

1. Ofurþreyta

Dagana og jafnvel vikurnar fyrir hjartaáfall finna 70% kvenna fyrir mikilli þreytu eða flensulíkri síþreytu. Hún hellist yfir þig og þú hefur ekki orku til að elda kvöldmat eða lyfta fartölvunni þinni.

2. Vægur verkur

Í stað þess að finnast fíll sitja á brjóstkassanum, upplifa konur oft vægari verki -ekki endilega á hjartasvæðinu. Þrýstingur eða óþægindi í bringubeininu, efri hluta baksins, öxlum, hálsi eða kjálka.

3. Svitaköst

Þú getur upplifað skyndileg og mikil svitaköst án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, verið föl eða öskugrá í framan.

- Auglýsing-

4. Ógleði eða svimi

Á undan hjartaáfalli fá konur gjarnan meltingatruflanir og kasta jafnvel upp. Þú gætir líka upplifað tilfinningu eins og það sé að líða yfir þig.

5. Mæði

Næstum 58% kvenna tala um að þær séu móðar og eigi jafnvel í vandræðum með að halda uppi eðlilegum samræðum þar sem þær séu svo andstuttar.

6. Svefnleysi

Næstum helmingur kvenna kvartar yfir því að hafa átt í erfiðleikum með að sofna eða vakna á nóttunni vikurnar fyrir áfallið.

7. Kvíði

„Margar konur upplifa kvíða eða ótta fyrir hjartaáfall,“ segir Dr. Legato, þó sérfræðingar skilji ekki nákvæmlega af hverju. Engu að síður er það raunveruleikinn og það skiptir máli.
„Þetta er líkaminn að segja þér að fylgjast með og hlusta. Treystu þessum merkjum,“ segir hún.

Þrjú skref sem geta bjargað lífi þínu.

1. Hringdu í 112

Ekki gera þau algengu mistök að keyra sjálf á bráðamóttöku: Þú gætir verið að stofna lífi þínu og annarra í hættu. Ekki láta aðra keyra þig. Í sjúkrabíl getur meðhöndlun hafist strax og sjúkraflutningamenn geta komið þér hratt og örugglega á bráðmóttöku sem er búinn tækjum og mannskap til að eiga við bráð hjartatengd vandamál.

2. Taktu magnýl

Passaðu þig að eiga ávallt magnýl (aspirín) í lyfjaskápnum eða í veskinu þínu, tyggðu og kyngdu einni (200-400 mg) með vatni um leið og einkenna verður vart. Þetta getur komið í veg fyrir blóðsegamyndun (blóðtappa) sem getur valdið miklum skaða.

3. Vertu ákveðin á bráðamóttökunni

Það er mikilvægt að vera ákveðin á bráðamóttökunni eða hafa hjá sér manneskju til aðstoðar. Segðu með fullum þunga, “ég held ég sé að fá hjartaáfall,“ og krefjast þess að fá að hitta lækni innan 10 mínútna frá því þú kemur á staðinn. Ástæðan sem konur gefa fyrir því að þær fái ekki aðstoð strax er sú að þær vilja ekki trufla eða valda ónæði, þetta eykur ekki lífslíkur þínar. Það er ekki nóg að tekið sé hjartalínurit heldur er mikilvægt að blóðprufur séu teknar strax til að meta ástandið á ensímum í hjartanu, en það getur gefið vísbendingar um hvort skemmdir séu hugsanlega í hjartavöðva. Staðreyndin er sú að hjartalínurit eru ekki jafn áreiðanleg í tilfelli kvenna og karla. Ekki yfirgefa spítalann fyrr en þú hefur fengið viðtal við hjartasérfræðing.

Heimild: prevention.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-