-Auglýsing-

Lífstílssjúkdómar fyrirferðamestir

FeiturAllt að áttatíu prósent af útgjöldum heilbrigðiskerfisins fara í að meðhöndla langvinna sjúkdóma sem eiga rætur sínar í lifnaðarháttum. Það skýtur skökku við að 1,6% af útgjöldum fari í forvarnir, segir læknir og lýðheilsufræðingur í frétt sem birtist á ruv.is.

Sykursýki, hjarta-, æða- og lungnasjúkdómar eru dæmi um langvinna sjúkdóma sem tengjast náið lifnaðarháttum fólks. Hreyfingarleysi og óhollt mataræði, til dæmis of mikill viðbættur sykur og saltmagn, eru stórar breytur í þessu samhengi.

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur, segir að þessi sjúkdómaflokkur sé orðinn algengasta orsök fyrir ótímabærum dauðsföllum í öllum heiminum. „Í Evrópu eru 86% af dauðsföllum af völdum þessara sjúkdóma og 70-80% af kostnaðinum í okkar heilbrigðiskerfi tilkominn vegna meðferðar á þessum sjúkdómum.“

Tryggvi segir að það skjóti skökku við að ekki sé lagt meira í forvarnir. „ Við erum orðin fær að bregðast við þegar þeir koma upp, með, inngrip og lyf. Að meðaltali í Evrópu erum við að leggja 3% af heilbrigðisútgjöldum í forvarnir.“

Tryggvi segir að hlutfallið á Íslandi sé enn minna eða um 1,6% af útgjöldum eins og fram kemur í nýlegri grein í Læknablaðinu eftir Karl Andersen og Vilmund Guðnason.

www.ruv.is 18.11.2013 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-