-Auglýsing-

Kransæðastífla, orsakir og einkenni (myndskeið)

Orsakir og afleiðingar kransæðastíflu er umfjöllunarefni Guðmundar Þorgeirssonar Prófessors í þessu myndskeiði sem unnið var af Íslenskri Erfðargreiningu. Þetta stutta myndskeið nær vel utanum málið og er óhætt að mæla með því að fólk kíki á þetta.

Hjarta- og æðasjúkdómar valda um helmingi allra dauðsfalla og kransæðastífla (coronary occlusion/myocardial infarction) vegur þar þungt.

Áhættuþættir

Áhættuþættir eru margir. Þar má telja nefna háa blóðfitu, háþrýsting, reykingar, offitu, hreyfingarleysi og streitu. Við hækkandi aldur eykst áhættan og karlmönnum er hættara við að fá sjúkdóminn en konum.

Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hefur lækkað á undanförnum árum. Það má rekja til heilbrigðari lífshátta, eins og minni reykinga, og betri lyfja sem dregið hafa úr vægi nokkurra áhættuþátta eins og hárrar blóðfitu og háþrýstings. Vægi annarra þátta, eins og offitu og streitu, hefur hinsvegar aukist.

Kransæðar næra hjartað

Kransæðar eru slagæðar í hjartavöðvanum sjálfum og veita til hans súrefnis- og næringarríku blóði. Ef ein af kransæðunum stíflast, t.d. vegna blóðsega (blóðtappa) fer ekki nægilegt súrefni til þess hluta hjartavöðvans sem hún nærir. Hjartavöðvafrumur á því svæði geta því skemmst og örvefur myndast í staðinn (hjartadrep).

Þótt kransæðastífla komi iðulega óvænt, á hún sér langan aðdraganda, því við æðakölkun hafa myndast fituskellur (atheroma) í innlagi kransæða. Ef þær rofna, myndast skyndilega blóðtappi í kransæðinni, sem lokar fyrir eðlilegt blóðflæði til hluta hjartans.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-