-Auglýsing-

Hjartaáfall

Brjóstverkir eru almenn talin dæmigerð einkenni en þó er vel þekkt af fólk fái meltingaróþægindi en það á þó heldur við um konur.

Aðdragandinn að hjartaáfalli er yfirleitt langur en áfallið getur komið skyndilega og fyrivaralítið. En hvað er hjartaáfall nákvæmlega? hvað gerist? Eru einkenni karla og kvenna ólík? Hver eru helstu einkennin og hvernig á að bregðast við?

Hjartaáfall framkallast þegar blóðflæði til hjartavöðvans stöðvast. Ef blóðflæðið kemst ekki fljótlega af stað aftur kemur skemmd í vöðvann vegna súrefnisskorts og jafnvel drep.

Ef ekkert er að gert getur hjartaáfall valdið dauða.

Meðferð við hjartaáfalli ber mestan árangur ef hún hefst innan við 60-90 mínútna eftir að áfallið á sér stað og því er mikilvægt að koma einstaklingi sem hefur fengið hjartaáfall undir læknishendur hið snarasta.

Hjartaáfall á sér í flestum tilvikum stað í kjölfar bráðakransæðastíflu en hún er ein algengasta dánarorsök Íslendinga.

Orsök stíflunnar er oftast sú að fituskella rifnar inni í æð, eða blæðing verður inn í hana. Við það hleðst upp blóðsegi (blóðtappi) á staðnum sem getur stíflað æðina.

- Auglýsing-

Ef blóðseginn er nógu stór til að stöðva flæði um æðina algjörlega fær viðkomandi hjartaáfall.

Rannsóknir sýna að fólk bíður oft of lengi áður en það hringir á sjúkrabíl, þessi bið getur valdið óbætanlegum skaða og getur jafnvel orðið banvæn.

Einkenni karla og kvenna

  • Óþægilegur þrýstingur, tak eða sársauki fyrir miðju brjóstinu, sem varir lengur en fáeinar mínútur eða kemur og fer
  • Verkur sem leiðir út í herðar, háls, kjálka, handleggi eða bak
  • Óþægindi fyrir brjósti, sem fylgja svimi, yfirlið, ógleði, sviti og mæði

Einkenni kvenna eru oft þau sömu og hér eru talin upp að ofan en ekki alltaf. Konur fá oft bakverki og meltingartruflanir eða óþægindi. Þessir verkir geta verið dulbúnir brjóstverkir.

Verkur af völdum hjartaáfalls getur komið fram jafnt í hvíld sem eftir hreyfingu. Hann varir lengur en 10 mínútur og hverfur ekki fyrir tilverknað lyfja.

Hvað gerirðu?

  • Hringdu í Neyðarlínuna 112
  • Hagræddu einstaklingnum í þægilega stöðu
  • Fylgstu náið með ástandi einstaklingsins
  • Aðstoðaðu hann við töku hjartalyfs ef hann á það
  • Byrjaðu endurlífgun ef viðkomandi missir meðvitund og hættir að anda.
  • Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-