-Auglýsing-

Fjórar lífsstílsvenjur sem geta stórbætt lífsgæði og lengt lífið

shutterstock_290701757

Það eru oft á tíðum ótrúlega litlir hlutir sem geta breytt miklu þegar kemur að því að bæta heilsu og lífsgæði til lengri tíma. Hljómar einfalt ekki satt? Hér eru fjórar einfaldar lífsstílsvenjur sem gætu varið þig fyrir hjarta og æðasjúkdómum og lengt líf þitt verulega að mati vísindamanna.

Vísindamenn frá John Hopkins í Baltimore framkvæmdu fyrir nokkrum árum rannsókn sem skilaði athyglisverðum niðurstöðum. Þeir fundu mikilvæga tengingu á milli lífsstílsþátta og hjartaheilsu á tiltölulega stuttu tímabili og fundu út að nokkrar einfaldar lífstílsbreytingar geta stórbætt heilsu og lækkað dánartíðni af öllum orsökum um 80% á átta ára tímabili.

Þessar mikilvægu breytingar / venjur felast í því að:

  • Hreyfa sig reglulega, göngutúrar gera kraftaverk
  • Neyta Miðjarðarhafsmataræðis
  • Halda sig í heilbrigðri þyngd
  • Mikilvægast er að reykja ekki

Dr. Haitham Ahmed frá Ciccarone Center í forvörnum hjarta og æðasjúkdóma hjá John Hopkins segir, „Okkur vitanlega er þetta fyrsta rannsóknin þar sem fram koma verndandi tengsl milli áhættulítilla lífstílsþátta og fyrstu merkja um hjarta æðasjúkdóma og dauða í einni langtíma rannsókn. Við lögðum mat á gögn frá meira en 6.200 manns á aldrinum 44-84 ára, af hvítum, afrískum/amerískum, spænskum og kínverskum uppruna. Öllum var fylgt eftir í 7,6 ár að meðaltali. Hjá Þeim sem tileinkuðu sér alla fjóra þætti þessarar heilsusamlegu lífsstílsvenja var dánartíðnin 80% lægri á sama tímabili samanborið við þá sem sem tileinkuðu sér ekki þessar heilsusamlegu lífsstílsvenjur.“ Þeir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu ekki verið greindir með hjarta eða æðasjúkdóma.

Skimað var eftir kölkun í kransæðum hjá öllum þátttakendum með sneiðmyndatöku (CT skanni) þegar þeir byrjuðu þátttöku sína í rannsókninni. Þetta var gert til að meta hvort þeir hefðu kölkun í æðunum í kringum hjartað sem stuðlar að aukinni hættu á hjartaáföllum.

Þegar leið á rannsóknina mátu vísindamennirnir hvort þátttakendur höfðu fengið hjartaáfall, hjartastopp, farið í hjartaþræðingu, látist af kransæðasjúkdómum eða af öðrum orsökum.

Vísindamennirnir þróuðu lífstíls-stigatöflu fyrir hvern þátttakanda sem náði frá 0, sem þýddi minnst heilbrigði upp í 4, sem þýddi mest heilbrigði. Kvarðinn var byggður á mataræði þátttakenda, BMI, hversu mikla og reglulega þátttakendur stunduðu meðalerfiða hreyfingu og reykingavenjur. Aðeins 129 þátttakendur fullnægðu öllum lífsstíls þáttunum segir í skýrslu vísindamannanna sem birtist í vefútgáfu The American Journal of Epidemiology. Þeir sem voru heilbrigðastir voru í 80% minni áhættu að deyja á meðan þátttakendum var fylgt eftir.

- Auglýsing-

Roger Blumenthal, hjartasérfræðingur og prófessor í lyflækningum á John Hopkins School of Medicine og einn af höfundum rannsóknarinnar, segir. „Af öllum lífstílsþáttunum sem við skoðuðum fundum við út að reykleysi spilaði stærsta hlutverkið í minnkaðri áhættu á kransæðasjúkdómum og dánartíðni. Staðreyndin er að reykingafólk sem tileinkaði sér tvo eða fleiri þætti heilsusamlegu atferlisþáttanna voru með hærri dánartíðni eftir 7,6 ár en þeir sem reyktu ekki en voru kyrrsetufólk eða voru of feitir.“ Prófessor Blumingthale sagði að það væru yfirgnæfandi sannanir um gagnsemi mataræðis sem innihéldi mikið af grænmeti, ávöxtum, hnetum, heilkornum og fiski, halda sér í heilbrigðri þyngd, vera líkamlega virkur og reykja ekki.

Vísindamennirnir lögðu áherslu á að rannsókn þeirra sýni fram á mikilvægi þess að temja sér heilbrigðar lífsstílsvenjur, ekki aðeins til að minnka áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum en einnig til að lækka dánartíðni.

Dr. Ahmed segir, „Á meðan það eru áhættuþættir sem fólk getur ekki haft stjórn á, eins og fjölskyldusaga og aldur, eru þetta lífsvenjur sem fólk getur breytt og haft með því mikil áhrif á heilsufar sitt. Þess vegna teljum við þetta svona mikilvægt.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að Miðjarðarhafs-mataræðið geti minnkað um einn þriðja, hættuna á hjartaáföllum, heilaáföllum og dauða fólks sem er í mikilli áhættu varðandi hjarta og æðasjúkdóma. Þetta sýnir að breytingar á fæðunni sem við neytum virkar í alvöru, áður en þú færð hjartaáfall. Rannsókn með 7.500 þátttakendum hafði áður verið stöðvuð þar sem niðurstöðurnar voru svo skýrar að það hefði verið siðferðislega rangt að mæla ekki með mataræðinu fyrir alla sem þátt tóku í rannsókninni.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-