-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Alparnir

Fegurðin í fjallasölum Alpana eru engu lík og upplifuninn að hjóla um þessar fallegu sveitir aldeilis frábær.

Þar kom að því að ég færi út fyrir landsteinana að hjóla fyrir hjartað. Staðurinn sem fyrir valinu varð er í Austurríki eða nánar tiltekið í Neukirchen am Großvenediger sem er lítill bær í fallegum dal í Austurrísku ölpunum.

Sunnanmeginn við fjallgarðinn er Ítalía, skemmtilega nálæg. Á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir og vinir héldu til uppi á fjöllum á skíðum og snjóbrettum settist ég á rafmagnsfjallahjól og hjólaði um dalinn. Eftir kaldan vetur á Íslandi þar sem frekar lítið hefur verið um hjólaferðir var kærkomið að hjóla í um 20 stiga hita og finna sólina verma andlitið.

Það er stórkostlegt að skipta um umhverfi og hér í Ölpunum er það stórbrotið með fjallasölum, jöklum og toppum sem ná upp í og yfir 3000 metra. Það er satt best að segja stórkostlegt að hjóla um dalinn og sjá vorið koma og upplifa mun á gróðrinum á hverjum degi.

Við vorum tveir sem vorum að hjóla og á síðasta degi bættust tveir í hópinn. Við hjóluðum samtals tæpa 200 km á 6 dögum og sáum margt fallegt. Athyglisverðasta upplifunin var klárlega þegar við hjóluðum í gegnum skóg þar sem enn var að finna smá snjó og klaka og við vorum helst komnir á þá skoðun að við værum að villast eða google að senda okkur út í tóma vitleysu. En skyndilega birtist hópur barna ásamt tveim fullorðnum á milli trjánna. Okkur hálf brá og ekki síst þegar við sáum að hópurinn teymdi þrjú Lamadýr. Já sagt og skrifað Lamadýr. Okkur varð svo mikið um að við gleymdum að taka mynd en þetta var mjög óvænt og skemmtilegt.

Í þessum túr fórum við og kíktum á Krimmlarfossa sem eru hæðstu fossar Austurríkis samtals 380 metrar. Sáum að vísu bara neðsta hlutan en lögðum ekki í bröltið til að sjá meira. En það kemur ekki að sök því við erum staðráðnir í að fara þarna aftur á góðum degi.

Flesta dagana hjóluðum við um dalinn frá Neukircken til Mitterstill sem er um 20 km leið eða samtals um 40 km fram og til baka. Vegna hættu á snjóflóðum og grjóthruni gátum við ekki farið mikið inn í hliðardali en þar verður leysingum að ljúka að fullu áður en lagt er í þá þannig að það bíður betri tíma. Við nutum einnig fjallanna í 2.200 metra hæð þegar við tókum okkur hádegishlé skelltum okkur með kláf og hittum skíðafólkið. Stórkostlegt útsýni, góður matur og frábær félgsskapur.

- Auglýsing-

Stórkostlegir dagar í Ölpunum sem sannarlega lyftu andanum eftir kaldan vetur og ylur vorsins lék um okkur. Hjartað tók kipp og það var einmitt tilgangur ferðarinnar. Hjóla fyrir hjartað.

Björn Ófeigs.   

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-