-Auglýsing-

Hjartabilun

Eftirfylgni skiptir miklu máli þegar um er að ræða hjartabilun.

Hjartabilun kallast það ástand þegar afkastageta hjartans takmarkast af einhverjum orsökum. Oft á þetta sér stað í kjölfar bráðrar kransæðastíflu/hjartaáfalls en auk þess geta margir aðrir þættir eins og sjúkdómar eða hækkandi aldur haft áhrif eða verið orsakavaldar hjartabilunar.

Einstaklingur sem fæðist með hjartasjúkdóm, hefur fengið æðasjúkdóm eða hjartaáfall þarf ekki að vera með hjartabilun nema ef eitthvert þessara vandamála kemur í veg fyrir að hjartað dæli nægjanlegu blóði um líkamann.

-Auglýsing-

Hjartabilun er ástand sem skánar almennt ekki heldur versnar smám saman með tímanum. Það er þó mjög einstaklingsbundið hversu hratt eða hvort sjúkdómurinn ágerist og getur lyfjameðferð haft góð áhrif og jafnvel haldið einkennum í lágmarki til lengri tíma.

Þau einkenni sem oftast eru tengd við hjartabilun eru: Mæði og þreyta við áreynslu (dyspnea), mæði í hvíld þá sérstaklega þegar legið er fyrir (orthopnea) vegna bólgu og vökvasöfnunar í lungum og almenn þreyta. Þeir sem lifa með hjartabilun í lengri tíma þekkja það vel að einkenni ganga í bylgjum og getur þá veðurfar haft töluverð áhrif.

Framfarir í læknisfræði eru miklar að ýmsar tilraunir hafa reynst hjartabiluðum vel. Þar má nefna skurðaðgerðir, ígræðslu gangráða/bjargráða af ýmsu tagi og á lokastigi hjartabilunar eru hjartaígræðslur framkvæmdar í völdum tilfellum þegar skilyrði fyrir slíku inngripi eru fyrir hendi. Einnig er rétt að benda á að stofnfrumumeðferð virðist vera í sjónmáli innann fárra ára sem getur gjörbylt meðferð hjartabilaðra.

Flokkun hjartabilunar

Samkvæmt heimasíðu Landlæknisembættisins má skipta hjartabilun í fjóra flokka:

- Auglýsing-
  • Flokkur I Engin skerðing á þreki; venjuleg áreynsla leiðir ekki til óeðlilegrar þreytu, mæði eða hjartsláttareinkenna.
  • Flokkur II Væg skerðing á þreki; engin einkenni í hvíld en venjuleg áreynsla veldur þreytu, mæði eða hjartsláttareinkennum.
  • Flokkur III Mikil skerðing á þreki; engin einkenni í hvíld en þau koma fram við litla áreynslu.
  • Flokkur IV Sjúklingur getur ekkert gert án þess að fá einkenni; Þau eru oft til staðar í hvíld og aukast við minnstu áreynslu.

Samkvæmt flokkuninni hér að ofan lýsir hjartabilun sér ekki eins hjá öllum og sjúklingur getur farið á milli flokka eftir því hvort hann á góðan dag eða slæman. En á heildina litið geta margir hjartabilaðir lifað nokkuð eðlilegu lífi, innan skynsemismarka á meðan aðrir þurfa að hafa mikið fyrir athöfnum daglegs lífs og lifa við verulega eða mikið skert lífsgæði.

Það skal þó tekið fram að eftir því sem læknisfræðinni fleygir fram fjölgar þeim sem lifa af hjartaáföll og að sama skapi fjölgar mjög þeim sem lifa til lengri tíma með hjartabilun.

Þrátt fyrir að upplýsingarnar um þróun og ferli hjartabilunar séu kannski ekki uppörvandi getur stór hluti þeirra sem eru með hjartabilun lifað innihaldsríku og fjölbreyttu lífi til lengri tíma. Vissulega geta komið tímabil þar sem sjúkdómurinn tekur mikið pláss í lífi þeirra sem þjást af honum og stundum getur hjartabilun verið mjög erfið viðureignar.

Það er líka rétt að taka fram að á Landspítalanum er starfrækt öflug göngudeild fyrir hjartabilaða og leyfi ég mér að fullyrða að starfsemi deildarinnar hefur gjörbreytt aðstæðum margra sem þjást af hjartabilun.

Hér er tengill á göngudeild hjartabilunar.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-