-Auglýsing-

Einfaldur lágkolvetna matseðill í eina viku

Lágkolvetnamataræði er góð leið til að ná tökum á blóðsykrinum.

Lágkolvetnamataræði er skynsamleg leið fyrir þá sem þurfa að létta sig en eru kannski ekki tilbúnir til að fara í grjóthart ketómataræði þar sem kolvetni eru nánast klippt burtu. Auk þess hefur verið sýnt fram á að lágkolvetnamataræði sé gott til að ná tökum á blóðsykrinum.

Kolvetnaneysla virðist því eiga undir högg að sækja í augnablikinu. Þó er rétt að vekja athygli á því að miklu máli skiptir hvaðan kolvetnin koma, sum eru hreint ekki alslæm. Auk þess er rétt að geta þess að ekki hentar öllum það sama og allir sammála um að unnin matvæli séu ekki góð næring. Pistillinn er byggður á pistli Kristjáns Más Gunnarssonar sem hélt úti vesíðunni authoroty nutrition um árabil.

Það skal því engan undra að lákolvetnamataræði sé sú leið sem margir fara sem vilja ná árangri í því að létta sig og koma lagi á blóðsykurinn. Framboð af lágkolvetna og ketóvörum hefur aukist mikið og því engin ástæða til þess að óttast breytingarnar.  Það er þó gott að undirbúa sig aðeins og hér fyrir neðan er hugmynd af einföldum lágkolvetna matseðli í eina viku.

Einnig er einfaldur innkaupalisti ásamt góðum ráðum þegar farið er út að borða og hugmyndir að góðu snakki. Þessi lífsstíll hentar þeim sem þurfa að létta sig eða eru í efnaskiptavandamálum. Það skal þó áréttað að rétt er að hafa lækni með í ráðum ef um alvarleg heilsufarsleg vandamál er að ræða.

Einnig er mikilvægt fyrir þá sem áhuga hafa á þessu að láta athuga gildin sín þ.e. blóðþrýsting, kólesteról og þessháttar áður en farið er af stað og láta svo fylgjast með sér. Það liggur fyrir að margar rannsóknir liggja að baki þessu mataræði og það virkar.

Fyrir venjulegan leikmann sem alin hefur verið upp þeim lágfitu hugmyndum sem hafa verið megin straumar opinberra lýðheilsufræðinga á vesturlöndum á síðustu áratugum virkar þetta sjálfsagt dálítið galið en enn og aftur þetta hentar ekki fyrir alla en fyrir þá sem þetta hentar er þetta frábær leið til að léttast.

Ef þú borðar samkvæmt þessum matseðli færðu undir 50 hitaeiningum á dag úr kolvetnum. En eins og áður sagði ef þú ert heilbrigður og í formi þá getur þú farið yfir það magn kolvetna.

- Auglýsing-

Mánudagur:

 • Morgunverður: Omeletta með grænmeti, steikt í smjöri.
 • Hádegisverður: Jógúrt með bláberjum og lúkufylli af möndlum.
 • Kvöldverður: Ostborgari án brauðs með grænmeti og salsasósu.

Þriðjudagur:

 • Morgunverður: Beikon og egg.
 • Hádegisverður: Hamborgarar og grænmeti frá gærdeginum.
 • Kvöldverður: Lax með smjöri og grænmeti.

Miðvikudagur:

 • Morgunverður: Egg og grænmeti, steikt í smjöri.
 • Hádegisverður: Rækjusalat með ólívuolíu.
 • Kvöldverður: Grillaður kjúklingur með grænmeti.

Fimmtudagur:

 • Morgunverður: Omeletta með grænmeti, steikt í smjöri.
 • Hádegisverður: Hristingur með kókosmjólk, berjum, möndlum og prótíndufti.
 • Kvöldverður: Steik og grænmeti.

Föstudagur:

 • Morgunverður: Beikon og egg.
 • Hádegisverður: Kjúklingasalat með ólífuolíu.
 • Kvöldverður: Svínarifjur með grænmeti.

Laugardagur:

 • Morgunverður: Omeletta með grænmeti.
 • Hádegisverður: Jógúrt með berjum, kókosflögum og handfylli af valhnetum.
 • Kvöldverður: Kjötbollur með grænmeti.

Sunnudagur:

 • Morgunverður: Beikon og egg.
 • Hádegisverður: Hristingur með kókosmjólk, smá rjóma, prótíndufti og berjum.
 • Kvöldverður: Grillaðir kjúklingavængir með hráu spínati.

Hafðu gott úrval grænmetis á matseðlinum þínum. Ef markmið þitt er að vera undir 50 g af kolvetnum á dag, þá er nægjanlegt pláss fyrir mikið grænmeti og einn ávöxt í dagskammtinum.

Aftur, ef þú ert heilbrigður, grannur og í formi þá getur þú bætt kolvetnum eins og kartöflum, sætum kartöflum, hrísgrjónum, haframjöli og öðru glútenlausu korni á matseðilinn.

Dæmi um hollt, lágkolvetna snakk:

 • Ávöxtur
 • Jógúrt (ekki fituskert, en án sykurs)
 • Harðsoðið egg eða tvö
 • Gulrætur
 • Afgangar frá deginum áður
 • Hnefafylli af hnetum
 • Ostur og kjöt

Að borða á veitingastað

Á flestum veitingastöðum er frekar auðvelt að fá lágkolvetna máltíð:

 1. Farðu fram á að maturinn sé steiktur úr smjöri.
 2. Segðu þjóninum að þú sért með sykur- og glútenóþol. (Kemur í veg fyrir þreytandi spurningar og augngotur).
 3. Þú getur skipt brauði og kartöflum út fyrir meira grænmeti.

Einfaldur lágkolvetna innkaupalisti

Góð regla er að fara með útveggjum verslunarinnar, því þar er ferskasta matvaran.

Lífrænn matur og kjöt sem kemur af dýrum sem lifa á grasi eru betri kostir, en aðeins ef þú hefur efni á þeim. Þó þú kaupir ekki lífrænt, verður maturinn þinn þúsund sinnum hollari en hefðbundinn, vestrænn matur.

Reyndu að velja náttúrulegasta kostinn sem þú getur leyft þér.

 • Kjöt (naut, lamb, svín, kjúklingur, beikon)
 • Fiskur (feitur fiskur eins og lax er besti kosturinn)
 • Egg (Veldu Omega 3 ef þú getur)
 • Smjör
 • Kókosolía
 • Ólífuolía (veldu extra virgin)
 • Ostur
 • Rjómi
 • Sýrður rjómi
 • Jógúrt (með fitu og án viðbætts sykurs)
 • Bláber (getur keypt þau frosin)
 • Hnetur
 • Ólífur
 • Ferskt grænmeti (allt grænt salat, paprika, laukur, tómatar, o.s.frv.)
 • Frosið grænmeti (brokkolí, gulrætur, blandað grænmeti, o.s.frv.)
 • Salsasósa
 • Bragðaukar (sjávarsalt, pipar, hvítlaukur, sinnep, o.s.frv.)

Ég mæli með að þú tæmir skápana þína af öllum freistingum ef þú getur: flögur, sælgæti, ís, gos, ávaxtasafar, brauð, morgunkorn og bökunarvörur eins og hveiti og sykur.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-