-Auglýsing-

Máttur plöntufæðis á hjartað

Plöntufæði er eitt það besta sem við getum gert fyrir hjartað

Með því að borða meira af matvælum úr plönturíkinu er líklegt að þú léttist, kólesterólið lækki og það dregur úr hættu á hjarta og æðasjúkdómum – það er því til mikils að vinna.

Þannig að spurningin snýst um það hvort þú getir bætt hjartaheilsu þína með því að borða meira af mat úr plönturíkinu? Rannsóknir segja já. Mjög eindregið. Kannski er kominn tími til að byrja að líta á allan þann litríka dásemdar mat sem fyllir grænmetis og ávaxtakæla í verslunum landsmanna sem dýrindis lyf fyrir hjartað.

Rannsakendur hafa lengi rannsakað tengslin milli neyslu plöntufæðis og ýmissa kvilla í fjölmörgum rannsóknum. Höskuldar viðvörun: Það að borða meiri af ávöxtum, grænmeti og heilkorn vinnur. Hér eru aðeins nokkrar lykilrannsóknir:

Hátt kólesteról

Þegar ellefu mismunandi rannsóknir voru skoðaðar komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að mataræði sem byggir á plöntum hafi hjálpað fólki að lækka bæði kólesteról og þyngd verulega.

Hár blóðþrýstingur

Í annarri rannsókn var fólk sem neytti meiri ávaxta í minni hættu að þróa með sér háþrýsting (háan blóðþrýsting). Sérstaklega eftir að hafða borðað bláber, epli, perur, rúsínur og vínber. Allt hafði þetta jákvæð áhrif á blóðþrýsting til lækunnar.

Hjarta og æðasjúkdómar

Vísindamenn tóku saman niðurstöður 95 mismunandi rannsókna og komust að eftirfarandi niðurstöðu: Að borða meira af ávöxtum og grænmeti daglega dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Epli, perur, sítrusávextir og allt grænt stórbætti hjartaheilsu.

- Auglýsing-

Langvinnir krónískir hjartasjúkdómar

Í einni stórri rannsókn kom í ljós að fólk sem borðaði meira grænmeti var í minni hættu á að þjást af langvinnum krónískum hjartasjúkdómum. Reyndar kom í ljós í rannsókninni að því meira grænmeti sem þátttakendur borðuðu því minni varð áhættan hjá þeim.

Aðgerðaáætlun fyrir betri hjartaheilsu

Að skipta um og velja flóknari kolvetni (heilkorn) og velja plönturíkt heilfæði (Plant Based Wholefood). Halda sykri í lágmarki og út með hvítt hveiti. Heilkorn er málið. Þetta þarfnast kannski smá skipulagningar í upphafi þar sem þetta er annarskonar nálgun á mat. Aðalatriðið er að ákveða að gera það sem er betra fyrir hjartað. Það er frábært fyrsta skref.

„Flest okkar borða ekki nægilega mikið af plöntufæði sem er mikilvægt fyrir hjartaheilsu,“ segir Jason Ewoldt, R.D.N., L.D., Sérfræðingur í lífsstíl og mataræði hjá Mayo Clinic. Og á plöntu og heilfæði, segir Ewoldt, getur þú borðað nánast ótakmarkað magn af ferskum eða frosnum ávöxtum og grænmeti. Heilkorn, belgjurtir (baunir og linsur), fræ og hnetur.

Ewoldt býður upp á nokkur ráð til að hjálpa þér að ná mataræði þínu á réttri leið fyrir hjartaheilsu.

Ekki byrja í brjálæði sem dæmt er til að mistakast. Ennþá staðráðinn í að borða meira af plöntumiðuðum matvælum? Flott. En að flýta sér út í búð með góðum fyrirheitum er ekki svarið. Líklegt er að megnið af því sem fer í körfuna skemmist í kæli næstu vikuna og restin fari svo út með ruslinu.

Skipulegðu máltíðir næstu vikuna og farðu svo út að versla. Áætlunin þín ætti að innihalda stigvaxandi breytingar á mataræðinu. Ef þú borðar bara grænmeti með kvöldmatnum skaltu byrja á því að bæta við öðrum skammti – hvað um ávexti með morgunmatnum? Tröllahafrar eru líka frábær hugmynd í morgunmat en þeir lækka blóðþrýsting. Þegar þú hefur komið þér á þann stað að bæta við þriðja skammti dagsins, kannski salati í hádeginu ertu komin á gott ról. Það er líklegt að ef þú gerir svona áætlun eru meir líkur á að því að áætlunin standi og breytingar eigi sér raunverulega stað.

Vertu skapandi með í undirbúningi. Skoðaðu vefsíður en þar er mikið af uppskriftum og hugmyndum. Fyrir utan að þar er fullt af fólki að gera það sama og þú og þar er hægt að sækja sér stuðning. Gufusjóða, steikja, grilla, baka, blanda. Möguleikarnir eru takmarkalausir og endilega prófa sig áfram í kryddhillunni. Frábær hugmynd að láta súpu malla eða henda í salat. Hér er tækifæri fyrir sköpunarmátt kokksins.

Notaðu laumuspil fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Laumastu til að auka grænmeti út í salöt, súpur og brauð. Bættu berjum og öðrum ávöxtum við heilkorna morgunkornið, salöt og snarl. Þú munt bæta heilsuna og þú munt ekki einu sinni taka eftir því.

- Auglýsing -

Að lokum

Ef þú fylgir þessu er líklegt að þú finnir mun á heilsunni furðu fljótt. Það er gott að hafa lækni í liði með sér til að láta taka blóðprufu til að fá gildin áður en lagt er af stað og svo aftur eftir nokkra mánuði. Það er mikilvægt að hafa í huga að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsökin hér á landi hjá báðum kynjum. Er þá ekki frábær hugmynd að nota náttúrulegan forvarnarmátt plöntufæðis sem eru náttúrleg matvæli til að verja hjarta þitt gegn áföllum? Við eigum það skilið.

Þýtt og stílfært af vef Mayo Clinic.

Björn Ófeigs.

Hér fyrir neðan er slóð á greinina.

https://www.mayoclinic.org/power-plant-based-diet-for-heart-health/art-20454743

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-