-Auglýsing-

Er rauðvín gott fyrir hjartað?

Raðvín er gott en ef þú drekkur ekki skaltu ekki byrja þess vegna

Ekki er ljóst hvort rauðvín sé í raun gott fyrir hjartaheilsuna eða ekki þar sem rannsóknir eru oft misvísandi. Andoxunarefnið resveratrol er talið spila hlutverk í ávinningi rauðvíns fyrir hjartað, en aftur á móti hafa flestar rannsóknir á því farið fram á dýrum. Því eru áhrif þess á hjartaheilsu mannsins ekki svo vel þekkt, samkvæmt Mayo Clinic.

Það hefur löngum verið sagt að rauðvín í hóflegu magni sé gott fyrir hjartaheilsuna. Áfengið og ákveðin andoxunarefni í rauðvíni eru talin hafa verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum með því að hækka „góða“ kólestrólið og vernda gegn æðaskemmdum.

-Auglýsing-

Þó þessar fréttir um rauðvín hljómi vel fyrir þá sem njóta þess að fá sér rauðvín með matnum, þá vilja læknar ekki hvetja til þess að fólk drekki áfengi. Það er vegna þess að of mikil neysla áfengis getur haft slæm áhrif á líkamann.

Samt sem áður, þá eru margir læknar sem taka undir það að rauðvín virðist hjálpa hjartanu. Það er mögulegt að andoxunarefni eins og flavóníð eða efni sem kallast resveratrol, hafa einhvern ávinning fyrir hjartaheilsuna.

Hvernig er rauðvín gott fyrir hjartað?

Rauðvín virðist hafa meiri ávinning fyrir hjartaheilsuna heldur en aðrar tegundir áfengis, en það getur þó verið að það sé ekki rétt. Það eru engin skýr gögn sem gefa til kynna að rauðvín sé betra en annað áfengi þegar kemur að þessum efnum.

Ákveðin andoxunarefni í rauðvíni sem kallast polyphenols geta hjálpað til við að fóðra æðar hjartans. Ákveðið polyphenol sem kallast resveratrol er eitt af þeim efnum í rauðvíni sem vakið hafa athygli.

- Auglýsing-

Hvað þarf mikið rauðvín á dag til að fá nóg resveratol?

Resveratrol gæti verið lykil innihaldsefni í rauðvíni þar sem það hjálpar til við að koma í veg fyrir skaða á æðum, minnka „slæma“ kólestrólið og hefur verndandi áhrif gegn blóðtöppum.

Flestar rannsóknir á resveratroli hafa verið gerðar á dýrum en ekki manneskjum. Rannsóknir á músum sem hafa fengið resveratrol gefa til kynna að andoxunarefnið geti hjálpað til við að vernda gegn offitu og sykursýki, en hvoru tveggja eru miklir áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma. Aftur á móti þyrfti manneskja að drekka meira en 1000 lítra á dag af rauðvíni til að fá sama skammt og notaður var á mýsnar í rannsókninni. Rannsóknir á svínum hafa sýnt að resveratrol geti aukið virkni hjartans og aukið getu líkamans til að nota insúlín. Þetta hefur aftur á móti ekki verið prófað á fólki.

Sumar rannsóknir benda til þess að resveratrol geti minnkað hættuna á bólgum og blóðtöppum, en hvorutveggja getur leitt til hjartasjúkdóms. Fleiri rannsókna er þörf til að fá það á hreint hvort það var nákvæmlega resveratrol sem minnkaði hættuna. Önnur rannsókn sýndi að resveratrol getur minnkað jákvæð áhrif líkamsræktar á hjartað hjá eldri mönnum. Einnig er mikilvægt að vita að áhrif resveratrol vara aðeins í skamman tíma eftir að rauðvín hefur verið drukkið, svo áhrifin eru líklega ekki langtíma.

Hins vegar er óhætt að fullyrða að ef þú drekkur ekki rauðvín þá borgar sig ekki að byrja.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Þýtt af vefsíðu Mayo clinic

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-