-Auglýsing-

Ef þú ert kona hugsar þú um hjartaheilsu þína?

Það er mikilvægt að þekkja gildin sín og láta mæla reglulega.

Tveir þriðju hlutar kvenna hugsa ekki um hjartaheilsu sína fyrr en eftir fimmtugt en eru sannfærðar um að maki þeirra muni fá hjartaáfall, þó svo að jafn margar konur og karlar látist sökum hjarta og æðasjúkdóma.

Jafn margar konur og karlar látast sökum hjartasjúkdóma. Samt sýna nýjustu rannsóknir að konur einbeiti sér frekar að hjartaheilsu eiginmannsins og hundsa sína eigin. Það gæti orðið þeim dýrkeypt.

-Auglýsing-

Nýleg rannsókn sýnir að yfir 30% kvenna hafa áhyggjur af heilsu maka síns og hafa áhyggjur af því að hann eigi eftir að fá hjartaáfall. Samkvæmt rannsókninni eru um tveir þriðju hlutar kvenna sem spá ekkert í hjartaheilsu sinni fyrr en eftir fimmtugt, þrátt fyrir að hjartasjúkdómar séu dánarorsök hjá einum af hverjum þremur konum og körlum.

Hingað til hafa rannsóknir sýnt að konur þrói með sér hjartasjúkdóma um fimm til tíu árum seinna en karlar, en nýrri rannsóknir benda aftur á móti til að þetta bil sé að minnka.

„Það er mýta að ungar konur fái aldrei kransæðasjúkdóma, konur á tvítugsaldri geta fengið hjartaáfall. Það sem meira er, nýjustu tölur sýna að þegar ungar konur fá hjartaáfall þá eru þær líklegri til að deyja heldur en karlar á sama aldri“ segir Dr. Jane Flint, hjartasérfræðingur og stjórnarmeðlimur hjá Bresku hjartasamtökunum.

Þetta gæti meðal annars verið vegna þess að konur gera ekki ráð fyrir hjartavandamálum svona ungar og bíða með að leita sér aðstoðar. Einnig sýna rannsóknir að margir heimilislæknar séu ekki með augun opin fyrir hjartasjúkdómum hjá konum á sama hátt og þeir eru með hjá körlum.

- Auglýsing-

Það flækir málið síðan enn meira að einkenni sem koma hjá konum við hjartaáfall geta verið ólík þessum klassísku einkennum sem karlar finna, eins og mikill brjóstverkur. Einkenni kvenna geta meðal annars verið að finna fyrir mikilli mæði, að finna fyrir ógleði og alvarlegum verkjum í öxlum.

„Það er kominn tími til að konur taki sína eigin hjartaheilsu alvarlega, hafi ekki bara áhyggjur af makanum, til þess að þær geti komið auga á viðvörunarmerki og brugðist fyrr við“ segir Dr. Flint. Hún segir að allir yfir fertugt eiga rétt á að láta athuga hjartaheilsu sína hjá heimilislækni, til að athuga blóðþrýsting, kólesteról, þyngd og meta áhættuna á því að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Hún segir að ef fólk er með einhvern áhættuþátt, eins og fjölskyldusögu um hjartasjúkdóma, þá skuli það fara í athugun hjá lækni á eins til tveggja ára fresti. Blóðþrýstingur og kólesteról hækkar með aldrinum og ef niðurstöðurnar eru eðlilegar þá er samt gott að láta skoða sig á fimm ára fresti.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-