-Auglýsing-

Óhollt mataræði hefur afleiðingar

ÓhollustaMaturinn sem við borðum hefur afleiðingar ef svo má að orði komast og það á ekki sýst við um skyndibitafæði sem stundum leiðir til offitu, hjarta og æðasjúkdóma. Ekki má gleyma matnum um jól og áramót sem skilar sér í hærri dánartíðni af völdum hjartaáfalla samkvæmt elendum rannsóknum.

Í nútíma samfélagi búa margir við gríðarlegt úrval ferskrar matvöru allsstaðar að úr heiminum. Árstíð ferskra tómata og epla er nú allar árstíðir þar sem matvara er flutt heimshorna á milli eftir pöntun. Framboð hollrar fæðu er mikið og aðgangur auðveldur.

-Auglýsing-

Aðgangur að óhollustu hefur hins vegar einnig orðið auðveldari. Fólk um allan heim borðar í auknu mæli óhollan og orkuríkan mat sem hefur hátt fituhlutfall, salt og sykur en minna af næringarefnum og hollustu. Skyndibiti og unnin matvara er farin að taka of mikið pláss á matardiskum fólks og drykkir framreiddir með kolsýru, sykri og tilbúnum efnum í stað þess að drukkið sé einfalt og gott vatn. Fólk innbyrgir alltof mikið af mat sem hefur slæm áhrif á heilsu og veldur stóraukinni hættu á hjartasjúkdómum (Thirlaway & Upton, 2009).

Óhollar matarvenjur eru einn stærsti áhrifavaldur óeðlilegrar fitusöfnunar og því sem samkvæmt mælingum á BMI stuðli flokkast sem ofþyngd og offita. Í heiminum er vandi offitu mjög alvarlegur og fer stækkandi. Fjöldi þess fólks sem er of feitt hefur tvöfaldast síðustu 30 árin en árið 2008 voru um 1.5 billjónir fullorðinna einstaklinga með BMI stuðul sem skilgreinist sem ofþyngd eða offita ásamt 43 milljónum barna undir 5 ára aldri. Það árið dóu 2.8 milljónir manna úr offitu (WHO, 2011b). Eftir því sem fólk mælist með hærri BMI stuðul, því meiri verður áhættan á hjartasjúkdómum (WHO, 2010).

- Auglýsing-

Sá matur sem við borðum hefur bein áhrif á hjartað. Tengsl sem kannski verða einna skýrust í hinu svokallaða ”Merry Christmas Coronary” fyrirbæri, sem myndi útleggjast á íslensku sem ”Jólahátíðar kransæðar” og ”Happy New Year Heart Attack” eða ”Nýárs hjartaáfall” (Kloner, 2004).

Staðreyndin er sú að þegar gert er ráð fyrir öðrum áhrifavöldum þá er dánartíðni vegna hjartaáfalla hærri um jól og nýár en á öðrum tímum ársins og stærsta orsökin talin vera sá matur sem fólk borðar á þessum árstíma í sínum stóru skömmtum, tíðum máltíðum og með öllu því góðgæti sem fólk leyfir sér að borða á þessum hátíðardögum en annars ekki (Phillips, Abram, Jarvinen, & Phillips, 2004).

Mjöll

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-