-Auglýsing-

Gen hinna brostnu hjarta

iStock 000017324827XSmallVIð erum aðeins að rifja upp skemmtilegar og áhugaverðar fréttir frá síðasta ári og hér kemur ein frá því í apríl sem ég hef mikið dálæti á og þar er sájlfvirkt viðgerðarferli brostinna hjarta í brennidepli. Merkilegt ef það tækist að fá þetta til að virka en kannski er það óraunhæft, en hver veit.

Tekist hefur að bera kennsl á genið sem kemur í veg fyrir að hjartað lækni sig sjálft eftir skemmdir eða áfall, hið svokallaða „Heartbreak“ gen. Ekki er til góð Íslensk þýðing á þessu orði en það mætti útleggja þetta á Íslensku sem gen hinna brostnu hjarta, en frá þessu greinir í vefútgáfu Daily Mail.

-Auglýsing-

Sérfræðingar telja að með því að stjórna  Meist 1 geninu gætu falist möguleikar á því að taka upp byltingarkennda nýja aðferð við meðhöndlun á hjartabilun.

Genið verður virkt fljótlega eftir fæðingu og gegnir því hlutverki að stoppa frumur hjartans í að skipta sér stjórnlaust. Þetta ferli kemur hinsvegar í veg fyrir það að hjarta í fullorðnum geti endurnýjað og gert við sig sjálft eftir að það hefur orðið fyrir skemmdum eins og t.d. eftir hjartaáfall.

Rannsóknir á tilraunastofu hafa leitt í ljós að með því að eyða Meis 1 geninu  kviknar á viðhaldsferlinu í hjarta fullorðinna músa án þess að það hafi áhrif á starfsemi hjartans meðan á viðgerð stendur.

Einn af þeim sem leiðir rannsóknirnar er Dr. Hesham Sadek frá University of Texas Southwestern Medical Center. Hann segir „Meis 1 er mikilvægur hlekkur í endurnýjunarferli frumanna , og virkar eins og hugbúnaðarforrit sem getur stjórnað virkni annarra gena.

- Auglýsing-

Í þessu tilfelli höfum við fundið út að Meis 1 stjórnar nokkrum genum sem venjulega virka eins og hemlar á frumuskiptingu. Sem slíkt, væri mögulegt að nota Meist 1 eins og start/stopp hnapp til þess að fá hjartafrumur í fullþroskuðu hjarta til að skipta sér. Ef þetta skilaði góðum árangri gæti þessi möguleiki markað þáttaskil í meðferð hjartabilaðra“.

Hjartabilun á sér stað þegar hjartað er skemmt, veikt eða afkastageta þess skert af einhverjum orsökum, sem koma í veg fyrir að það dæli nægjanlegu blóði um líkamann. Þetta leiðir til þreytu og í verstu tilfellum leiðir þetta til skertrar hæfni til að framkvæma athafnir daglegs lífs. Oft á þetta sér stað í kjölfar skemmda á hjartavöðva vegna hjartaáfalls.

Teymi Dr. Sadeks sýndi árið 2011, fram á að hjarta nýfædds spendýrs hafði hæfileika til að framkvæma umfangsmikla endurnýjun á sjálfu sér eftir að hafa orðið fyrir skaða.

Fljótlega eftir að dýr fæðist og byrjar að þroskast  missir það þennan hæfileika til að gera við eigin hjarta og önnur líffæri.

Meis 1 býður þannig mögulega upp á annan valkost til tilrauna í meðferð við hjartabilun, en  megin áherslan um þessar mundir eru tilraunir með stofnfrumur og meðferðir byggðar á þeim, segir Dr. Sadek.

Rannsóknin er birt í vefútgáfu The Journal Nature á eftirfarandi slóð http://www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/nature12054.html

Hér má sjá upprunalegu útgáfu greinarinnar í vefútgáfu Daily Mail

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-