-Auglýsing-

Viltu hafa heilbrigt hjarta ? Drekktu þá lífræna mjólk.

MJólkLífræn mjólk er hollasta mjólkin á markaðnum. Hún inniheldur meira magn að hollri fitu og hærra hlutfall af omega 3 fitusýrum en venjulega mjólkin en frá þessu er sagt í vefútgáfu Daily Mail.

Það sem skiptir höfuðmáli er sú næring sem kýrnar fá. Þær kýr sem fá að ganga lausar úti í haga og bíta gras skila frá sér mjólk sem er með hærra hlutfall af fjölómettuðum fitusýrum en mjólk frá kúm sem aldar eru á korni og eru lokaðar inni á bási.

Skoðað var fituinnihald í 400 tegundum/vörumerkjum af mjólk og lífræna mjólkin kom alltaf betur út. Næringarinnihaldið í lífrænu mjólkinni var mun betra. Hlutfall góðrar og slæmrar fitu var mjög mismunandi á milli vörumerkja. Lífræna mjólkin reyndist hafa að meðaltali tvöfalt meira magn af hollri fitu en venjulega mjólkin, og hærra hlutfall af Omega 3 fitusýrum á móti Omega 6 fitusýrum.

Omega 3 fitusýrur eru taldar hafa góð áhrif á heilbrigði hjartans og voru í hærra hlutfalli í lífrænu mjólkinni. Það reyndist líka vera helmingi minna magn af Omega 6 fitusýrum í lífrænu mjólkinni. Omega 6 fitusýrur eru taldar auka hættuna á hjartasjúkdómum, krabbameini, bólgusjúkdómum og sjálfsofnæmissjúkdómum. Þá skiptir máli hlutfallið á milli Omega 3 og Omega 6 í fæðunni okkar. Í lífrænu mjólkinni var hlutfallið af Omega 6, 2,3 hlutar á móti 1 hluta af Omega 3. En i venjulegu mjólkinni var hlutfallið 5,8 á móti 1. Mataræði venjulegs manns í vestrænu samfélagi inniheldur Omega 6 og 3 í hlutfallinu 15 á móti 1. Talið er best að hafa hlutfallið 2,3 á móti 1 fyrir góða hjartaheilsu. Þannig er hægt að breyta þessu hlutfalli til betri vegar með því að drekka lífræna mjólk í stað venjulegrar mjólkur.

Einnig voru bornar saman fitusýrur í mjólkurvörum og fitusýrur í fiskmeti. Þar kom í ljós að ráðlagður dagskammtur af feitri mjólk innihélt hærra hlutfall af Omega 3 en í ráðlögðum dagsskammti af fiski.

Með aukinni framleiðslu á lífrænni mjólk er hægt að bæta næringarinnihald mjólkurvara talsvert og bæta þar með heilsufar fólks til lengri tíma litið. Það á sérstaklega við um óléttar konur, ung börn og þau sem búa við aukna áhættu á hjartasjúkdómum. Fyrri rannsóknir sýna að lífræn mjólk inniheldur hærra hlutfall af heilsusamlegum andoxunarefnum, vítamínum, þar á meðal E vítamínum, beta karótíni og A vítamíni.

- Auglýsing-

Það væri gríðarlega áhugavert að láta kanna þessi mál hér á Íslandi þar sem íslenski kúastofnin er útigangandi hluta úr árinu og er grasbítandi stofn.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-