-Auglýsing-

Um hjartalíf

Ég og Mjöll

Stofnendur hjartalif.is voru ég, Björn Ófeigsson, og eiginkona mín Mjöll Jónsdóttir. Vefsíðan hefur það markmið að miðla upplýsingum til almennings, hjartasjúkra, aðstandenda þeirra og allra þeirra sem leita sér upplýsinga um hjartað.

Þann 9. febrúar 2003 fékk ég stórt og myndarlegt hjartaáfall. Þetta var mikið áfall og ég var fyrir vikið ansi veikur í nokkuð langan tíma. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því hvað hafði gerst, ég var ráðvilltur og mig vantaði upplýsingar bæði um sjúkdóminn og líf eftir hjartaáfall. Það efni sem ég fann á netinu fannst mér frekar óaðgengilegt og hvergi var hægt að nálgast upplýsingar á einni síðu þar sem ég gat fengið svör við spurningum mínum.

Það var í kjölfar þessarar upplýsingaleitar minnar að hugmyndin að hjartalif.is kviknaði og var vefurinn settur í loftið í byrjun mars 2005. Síðan þá hefur vefurinn vaxið og dafnað og í dag fáum við milli 30.000 og 60.000 heimsóknir á mánuði.

Hluti af því efni sem á vefnum má finna er okkar saga; mín veikindi, hvernig Mjöll upplifði þau og hvernig við tökumst á við daglegt líf, sigra og ósigra. VIð eigum í samstarfi við fjölmarga aðila og birtum pistla og greinar um allt sem okkur dettur í hug að eigi erindi við lesendur okkar. VIð þýðum fréttir um hjartatengd málefni og segjum frá rannsóknum.

Einnig má finna ýmsar upplýsingar um hjartasjúkdóma, áhættuþætti, mataræði, lífsstíl, andlega þáttinn, rannsóknir, endurhæfingu, og fleira. Ekkert hjartatengt efni er vefnum óviðkomandi.

- Auglýsing-

Nauðsynlegt að allir séu upplýstir

En hjartasjúkdómar eru ekki einkamál sjúklingsins. Fjölskylda og vinir þurfa einnig upplýsingar og ráðgjöf um ýmislegt tengt sjúkdómnum. Mjöllin mín hefur fylgt mér í þessu magnaða ferðalagi og án hennar hefði þessi vefur ekki verið framkvæmanlegur. Okkur fannst lítið til af hjartatengdu efni fyrir maka og aðstandendur þannig að Mjöll hefur séð um þann þátt þ.e. hvernig er að vera maki hjartasjúklings þannig að inn á vefnum er að finna efni sérstaklega fyrir þann hóp. Auk þess þá er Mjöll sálfræðingur að mennt og bjóðum við nú upp á heildstæða sálfræði og ráðgjafaþjónustu fyrir hjartasjúklinga og maka þeirra. Við vonumst til að aðstandendur fái svör við því sem á hugann leitar hér inni á síðunni og svo er alltaf hægt er að senda Mjöll tölvupóst á netfangið mjoll@hjartalif.is

Vefur í sífelldri þróun

Hjartalíf.is er vefur í sífelldri þróun og þannig reynum við að uppfæra og bæta við efni sem oftast. Ef þú, lesandi góður, hefur spurningar, ábendingar eða athugasemdir fram að færa þá hvet ég þig til að senda okkur línu.

Ég er ekki sérfræðingur, læknir né vísindamaður. Ég er venjulegur maður sem fékk hjartaáfall og langar til að hjálpa fólki að nálgast upplýsingar um hjartasjúkdóma og daglegt líf með sjúkdómnum. Það er nefnilega líf eftir hjartaáfall eða greiningu hjartasjúkdóms.

Allt það efni sem aðstandendur hjartalif.is skrifa hér á vefinn er sett fram eins og við skiljum það, hvort heldur sem það er byggt á eigin reynslu eða efni sem við höfum lesið. Efni vefsíðunnar er því ekki ætlað til greininga á sjúkdómum heldur aðeins til upplýsinga og fróðleiks.

Mig óraði alls ekki fyrir því í upphafi hversu umfangsmikil vefsíða hjartalif.is ætti eftir að verða. Þessi málefni eru mitt hjartans mál og ég vona að lesendur finni hér eitthvað við sitt hæfi og vefurinn komi að gagni.

Megir þú eiga gott hjartalíf!

- Auglýsing -

f.h. hjartalif.is

Björn Ófeigsson
bjorn@hjartalif.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-