-Auglýsing-

Hjartsláttartíðni hefur áhrif á æviskeið

iStock 000005541876 ExtraSmall

Þessi frétt fannst okkur vera ein af þeim athyglisverðustu á síðasta ári en hún birtist há okkur í apríl í fyrra. Eitthvað sem sumir að hafa velt fyrir sér en viriðist nú vera staðfest.

Ný rannsókn sem birtist í tímaritinu Heart bendir til að há hjartsláttartíðni í hvíld geti haft forspárgildi um dánartíðni, jafnvel hjá heilbrigðu fólki í góðu líkamlegu ástandi en frá þessu greinir vefútgáfa The New York Times.

Árið 1971 gerðu Danskir rannsakendur heilsufarsskoðun/ álagspróf (VO2Max) á 5.249 miðaldra og eldri karlmönnum. 1985 og 1986 höfðu þeir samband við þá sem ennþá voru á lífi, sem voru 3.354. Af þessum fjölda höfðu 2.798 fullnægjandi upplýsingar um hjartsláttartíðni og súrefnisnotkun/nýtingu fyrir rannsóknina. Rannsakendur fylgdu þeim síðan eftir til ársins 2011.

Eftir að hafa rannsakað líkamlegt ástand þeirra og marga aðra heilsufars og atferlisþætti fundu þeir út að eftir því sem hjartsláttartíðnin var hærri, því hærri var dánartíðnin.

Þegar þetta var borið saman við menn sem höfðu 50 hjartaslög á mínútu í hvíldarpúls eða minna, kom í ljós að hjá þeim sem sem voru með 71 til 80 slög á mínútu í hvíld hækkaði dánartíðnin um 51%. Hjá þeim sem voru með 81 til 90 slög á mínútu í hvíld var dánartíðnin tvöföld og hjá þeim sem voru með yfir 90 slög á mínútu í hvíldarpúls var dánartíðnin þreföld.

- Auglýsing-

„Ef þú hefur tvær heilbrigðar manneskjur“, segir höfundurinn Dr. Magnus Thorsten Jensen rannsakandi við Kaupmannahafnar Háskólasjúkrahúsið í Gentofte, „nákvæmlega sama líkamlega ástand, aldur, blóðþrýstingur o.s.frv., eru líkur á því að sá sem er með mestu hjartsláttartíðnina í hvíld sé líklegri til að eiga styttra æviskeið“.

Hér má finna upprunalegu greinina í NYT.

Vefútgáfa Daily Mail fjallaði líka um málið og hér má sjá frétt þeirra um rannsóknina.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-