-Auglýsing-

Ofnbakaður fiskur í rjómasósu með spínati, capers og tómötum

fiskur-litilÞað er fátt leiðinlegra en að vanta hugmyndir að fljótlegri og hollri máltíð. Við hér á hjartalif.is könnumst við vandamálið og höfum nú gengið til samstarfs við gottimatinn.is og munum birta reglulega uppskriftir þaðan. Það skal þó tekið fram að í einhverjum tilvikum þurfa lesendur okkar að aðlaga uppskriftina að þeirra þörfum ef ástæða þykir til.

Ofnbakaður fiskur í rjómasósu með spínati, capers og tómötum 

-Auglýsing-

Fyrir 4

Hráefni
1 stk laukur, skorinn í þunnar ræmur
1 stk hvítlaukur, fínsaxaður
1 msk smjör
250 g spínat
600 g þorskhnakkastykki eða annar hvítur fiskur, skorinn í bita
• sjávarsalt og svartur pipar
2 box piccolotómatar eða 400 g kirsuberjatómatar, skornir í þrennt
1 dl kapers
2 dl rjómi eða matreiðslurjómi
1 stk fiskikraftsteningur
1 msk hvítvínsedik
1 tsk sítrónubörkur, fínrifinn
100 g gratínosturAðferð:
1. Stillið ofninn á 200°.
2. Mýkið laukana í smjöri á pönnu og setjið síðan spínatið saman við. Látið í eldfast mót. Leggið fiskistykkin ofan á. Saltið og piprið.
3. Dreifið tómötum og kapers yfir.
4. Sjóðið saman á pönnu rjóma/matreiðslurjóma, fiskikraft, hvítvínsedik og sítrónubörk í stutta stund. Hellið yfir réttinn og sáldrið siðan osti ofan á. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er soðinn. Berið fram með grænni baunastöppu og/eða hrísgrjónum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

- Auglýsing-

Af vefnum gottimatinn.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-