fbpx
-Auglýsing-

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru lesendur. Enn á ný hefur nýtt ár gengið í garð og því ber að fagna. Það er ekki sjálfsagt að fá að líta nýja daga og mér finnst alltaf spennandi að fagna nýju ári.

Ég held að það sé óhætt að segja að fáir gráti 2020 sem hefur verið einkennilegt ár í meira lagi í skugga heimsfaraldurs. Margir í hópi lesenda hjartalif.is hafa þurft að fara sérlega varlega á árinu 2020 og margir hverjir jafnvel í sjálfsskipaðri sóttkví.   

Nú hillir hinsvegar undir bjartari daga með bólusetningu og vonandi kemst lífið í eðlilegri skorður sem fyrst þannig að við getum knúsað og faðmað þá sem okkur þykir vænt um án takmarkana.

Við höfum lært mikið í þessu ástandi og lært mikið um persónulegar sóttvarnir og grímunotkun auk þess sem við höfum fundið nýjar leiðir til samskipta sem koma til með að fylgja okkur inn í nýja tíma. Þetta á ekki síst við myndsímtöl sem hafa skipt marga sköpum og fólk hefur getað fylgst með vinum, börnum og barnabörnum út um allan heim og haldið góðum tengslum þrátt fyrir lokanir á heilu og hálfu samfélögunum.

Við þökkum ykkur samfylgdina á árinu 2020 og á hjartalif.is settum við aðsóknarmet á árinu. Hér á hjartalif.is og stefnum við að því að gera enn betur á árinu 2021 og ýmsar nýjungar koma til með að líta dagsins ljós á næstu dögum og vikum.

- Auglýsing-

Enn og aftur kæru lesendur, takk fyrir samfylgdina á árinu um leið og við lítum björtum augum til hækkandi sólar.

Börn Ófeigs.   

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-