fbpx
-Auglýsing-

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru lesendur. Enn á ný hefur nýtt ár gengið í garð og því ber að fagna. Það er ekki sjálfsagt að fá að líta nýja daga og mér finnst alltaf spennandi að fagna nýju ári og árið 2022 er þar enginn undantekning.

Við hér á hjartalif.is fögnum nýju ári með þá von í brjósti að veiruskömmin fari að gefa okkur smá frið.

Ég held að það sé óhætt að segja að fáir gráti 2021 sem var einkennilegt ár í skugga heimsfaraldurs. Heimsfraldurs sem við héldum reyndar að við værum laus við þegar búið væri að bólusetja flesta. En það var nú aldeilis ekki þannig og veiru skömminn var ekki á því að sleppa af okkur takinu. Nú geysar omicron afbrigðið um heimsbyggðina af miklum krafti og sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess. Það góða er þó að afbrigðið virðist vægara en fyrri afbrigði og vekur það vonir í brjósti um betri tíð.

Við höfum lært mikið í þessu ástandi og lært mikið um persónulegar sóttvarnir og grímunotkun orðin sjálfsagður partur af daglegu lífi. Auk þess höfum fundið nýjar leiðir til samskipta sem koma til með að fylgja okkur inn í nýja tíma. Þetta á ekki síst við myndsímtöl sem hafa skipt marga sköpum og fólk hefur getað sinnt vinnu heimanfrá og fylgst með vinum, börnum og barnabörnum út um allan heim og haldið góðum tengslum þrátt fyrir lokanir á heilu og hálfu samfélögunum.

Við þökkum ykkur samfylgdina á árinu 2021 og horfum bjartari augum mót hækkandi sól.

Verum góð við hvort annað.

- Auglýsing-

Björn Ófeigs.   

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-