-Auglýsing-

Brjóstsviði eða hjartavandamál?

Þó svo að kynin sé ólík um margt þegar kemur að hjartaáföllum eru líka líkindi eins og brjóstverkir. Það er þó algengara að konur fái svokölluð hljóð einkenni frekar en karlar.

Oft hefur verið rætt um að konur fái ekki alltaf dæmigerð einkenni frá hjarta heldur geti bakverkir og meltingaróþægindi verið vísbending um hjartavandamál. Einnig er algengt að brjóstsviða sé ruglað saman við einkenni frá hjarta.

Brjóstsviði er eitthvað sem við þekkjum mörg hver en það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur að gera sér grein fyrir því að það er mögulegt að ruglast á brjóstsviða og hjartaverk, brjóstsviði er ekki lífshættulegt ástand en einkenni frá hjarta geta verið það.

-Auglýsing-

Hvað hefur brjóstsviði að gera með hjartað? Í rauninni ekki neitt

Þrátt fyrir nafnið brjóstsviði –sýru eða meltingartruflun- tengist hann vélinda. En vegna þess að vélinda og hjarta eru staðsett nálægt hvort öðru getur hvorutveggja valdið brjóstverk sem er ástæða þess að margir tengja brjóstsviða við hjartaöng (hjartaverk) og öfugt.

Hvað er brjóstsviði?

Brjóstsviði er algengt ástand sem orsakast af sýru í maga sem leitar upp í vélindað. Þetta getur valdið brjóstverk sem stundum leiðir upp í háls, kverkar eða kjálka.

„Magi okkar er gerður fyrir sýru og þolir hana vel en það gerir vélindað ekki, „segir Mary Ann Bauman, MD, starfandi læknir og yfirmaður á kvennasviði hjá INTEGRIS Health Systems í Bandaríkjunum.

Ertu ekki viss um að það sem þú upplifir séu einkenni frá hjarta eða brjóstsviði?

„Ég segi sjúklingum mínum að ef þú ropar og einkennin hverfa tengist það sennilega ekki hjartanu heldur vélinda,“ segir Bauman. „En ef þú ert líka móð(ur) eða svitnar, þá er líklegra að einkennin séu hjartatengd.“

- Auglýsing-

Hins vegar erum við öll ólík, einkenni geta verið mismunandi frá einni manneskju til annarrar og þetta getur ruglað fólk, Þannig að:

Ef þú ert í vafa láttu athuga það!

Ef þú ert ekki viss um hvort þetta er brjóstsviði eða hjarta þitt að kvarta, leitaðu til læknis strax. Það er mjög auðvelt að ruglast á þessu tvennu, svo láttu lækni útiloka alvarlegasta möguleikann. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir konur.

„Konur eru líklegri til að kalla hjálp fyrir einhvern annan en sig sjálfar, „segir Dr. Bauman. Staðreyndin er sú að 81 prósent kvenna sögðust myndu hringja í 112 fyrir einhvern annan sem sýnir einkenni eða merki um hjartaáfall, en aðeins 65 prósent kvenna myndu hringja fyrir sig sjálfar, samkvæmt könnun sem birt var í tímaritinu Circulation.

Hún bætti við: „Ég segi alltaf við fólk, ef þú hefur áhyggjur og ert ekki viss um hvort það er hjartað eða ekki, þá er betra að skjátlast og fá sérfræðing til að greina ástandið og segja þér það sé ekki hjartaáfall.“

Þýtt og stílfært af vef Amerísku hjartasamtakanna

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-