-Auglýsing-

Hver er besti möguleikinn til að lifa af hjartaáfall ef þú ert einn/ein?

Eitt það mikilvægasta þegar kemur að hjartaáföllum er að þekkja einkennin og ef grunur er um hjartaáfall hingdu í Neyðarlínuna í 112 og fáðu hjálp.

Um árabil hefur póstur farið um netið þar sem fólki sem fær hjartaáfall í einrúmi er ráðlagt að hósta. Þetta eru rangar upplýsingar og eiga ekki við nein læknisfæðileg rök að styðjast. Hér fyrir neðan færðu að vita af hverju þetta er bull og hvað þú átt raunverulega að gera í þessum aðstæðum.

Hjartaáföll geta verið ógnvænleg og jafnvel lífshættuleg, sérstaklega ef þú þekkir ekki viðvörunarmerkin.

-Auglýsing-

Skjót viðbrögð skipta miklu máli og læknishjálp er nauðsynleg þegar um hjartaáfall er að ræða til að koma í veg fyrir skemmdir á hjartavöðva eða jafnvel dauða. En hvernig áttu besta möguleika að lifa af hjartaáfall þegar þú ert einn/ein? Fyrir það fyrsta hringdu í Neyðarlínuna 112 en þar svarar sérþjálfað fólk í símann.

Hver eru einkennin ?

Til að lifa af hjartaáfall þegar þú ert einn/ein, er mikilvægt að þekkja einkennin og hvað gerist meðan á þessu ferli stendur.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Mayo Clinic verður hjartaáfall þegar hindrun verður á blóðflæðinu til hjartans vegna blóðtappa í kransæðunum.

Kransæðarnar sjá til þess að næra hjartavöðvann með blóði og ef truflun verður á því getur hjartavöðvinn skemmst og í alvarlegustu tilfellum getur það leitt til dauða.

- Auglýsing-

Viðvörunarmerki hjartaáfalls eru yfirleitt mild og mjög margir myndu skrifa þau einkenni á aðrar heilsufarslegar ástæður. Vegna þessa er reynslan sú að fólk bíður að meðaltali í þrjá klukkutíma  áður en leitað er aðstoðar vegna hjartaáfalls.

Dæmi um einkenni:

  • Þrýstingur eða herpingur í brjósti
  • Þreyta
  • Mæði
  • Sviti eða kaldur sviti
  • Kviðverkir
  • Brjóstsviðatilfinning
  • Svimi
  • Yfirliðstilfinning
  • Hjartastopp
  • Ógleði
  • Óreglulegur hjartsláttur
  • Óþægindi eða verkir í baki, hálsi eða kjálka

Það er mikilvægt að vita að hjartaáföll geta líka átt sér stað án þess að gera boð á undan sér og ef einkenna verður vart geta þau verið ólík hjá körlum og konum.

Hvað áttu að gera til að lifa af hjartaáfall þegar þú ert einn/ein ?

Til að læra hvernig maður getur aukið möguleika sína til að lifa af hjartaáfall er mikilvægt að byrja á því að leiðrétta mýtu sem lengi hefur verið á sveimi um hvernig hægt sé að lifa af hjartaáfall.

Samkvæmt Rochester General hefur fjöldapóstur gengið manna á milli á netinu undanfarin ár. Í þessum fjöldapósti hefur því verið haldið fram að einstaklingur sem fengi hjartaáfall ætti að hósta síendurtekið til að bjarga sér frá dauða.

Í fjöldapóstinum kom fram að hann væri upprunnin frá Rochester General en það er alrangt.

„Við finnum engin gögn sem renna stoðum undir það að þessi fjölpóstur hafi verið útbúinn eða sendur út af Rochester General á undanförnum 20 árum. Auk þess eiga læknisfræðilegar upplýsingar sem koma fram í umræddri grein sér enga stoð í læknisfræðilegum gögnum né eru viðurkennd af starfsmönnum Rochester General segir talsmaður stofnunarinnar“.

„Hægt væri að koma í veg fyrir mörg dauðsföll með því að bregðast skjótt við og fá rétta meðferð strax,“ segir Dr. Robert Frankel sérfræðingur í kransæðavíkkunum við Maimondides Medical Center. Það er algengt að fólk finni fyrir þyngslum fyrir brjósti og verkurinn getur leitt út í vinstri handlegg eða upp í háls.“

Samkvæmt því sem Dr. Frankel segir þá er það mikilvægasta sem einstaklingur getur gert til að lifa af hjartaáfall þegar viðkomandi er einsamall, að þekkja einkennin.

- Auglýsing -

Markmiðið á að vera að vera komin/n undir læknishendur þar sem hægt er að opna æðina sem stíflast innan 90 mínútna. Rannsóknir sína jafnframt að betra sé að fara með sjúkrabíl heldur en að keyra sjálfur á sjúkrahús.

Þegar búið er að hringja í Neyðarlínuna í 112, panta sjúkrabíl og þú býður eftir aðstoð getur þú að tekið 162-325 mg af magnýl til að minnka líkur á blóðsegamyndun.

Af hverju magnýl? Samkvæmt Harvard Medical School bendir allt til þess að magnýl sé mikilvægt þegar um hjartaáfall (bráða kransæðastíflu) er að ræða vegna þess að blóðtappar í kransæðum stækka með hverri mínútu sem líður. Með því að taka strax inn magnýl er komið í veg fyrir að blóðflögurnar loði saman og þar með er búið að fyrirbyggja að blóðtappinn stækki og versni og valdi með því jafnvel enn meiri skaða.

Núverandi leiðbeiningar benda til þess að einstaklingur hafi bestan möguleika á því að lifa af hjartaáfall þegar viðkomandi er einsamall með því að tyggja magnýlið áður en lyfinu er kyngt í stað þess að kyngja henni heilli. Rannsóknir benda til að magnýltafla sem er tuggin er 5 mínútum síðar búinn að draga úr viðloðun blóðflagna um 50% og 14 mínútum síðar er taflan búinn að ná hámarksvirkni.

Ef taflan er gleypt í heilu lagi, virkar hún líka en það tekur hana 12 mínútur að ná 50% virkni og 26 mínútur að ná hámarks virkni.

Ef þú ert einn/ein og ert með sögu um hjartasjúkdóm áttu kannski til nitroglyserin öðru nafni sprengitöflur. Ef grunur leikur á því að þú sért að fá hjartaáfall taktu þær strax eins og leiðbeiningar segja til um.

Lykilatriðið er að þekkja einkennin, kalla umsvifalaust á hjálp auk þess að taka magnýl og eða sprengitöflu eins fljótt og mögulegt er.

Þetta er það besta sem þú getur gert til að auka möguleika þín á því að lifa af hjartaáfall ef þú er ein/einn.

Án þess að það sé hægt að tryggja það fólk lifi af með þessum aðferðum geta þessi atriði verið lífsbjargandi og verið besti möguleiki þinn til að komast undir læknishendur í tíma.

Björn Ófeigs.

Heimildir : Mayo Clinic, Rochester General, Harvard Medical School og saludify.com

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-