-Auglýsing-

Góður svefn bætir hjartaheilsu

Góður svefn góður fyrir hjartað. Mynd/iStockGóður nætursvefn getur bætt hjartaheilsu þína enn meira ef lifað er heilbrigðum lífsstíl, samkvæmt nýrri rannsókn sem sagt er frá á vef Dönsku hjartasamtakanna. Í rannsókninni sem þátt tóku í meira en 14.000 manns frá Hollandi, skoðuðu vísindamenn fjóra jákvæða lífsstílsþætti – hreyfingu, hollt mataræði, hóflega áfengisneyslu og reykleysi.

Vísindamennirnir komust að því að þessir fjórar lífsstílsvenjur leiddu til 57% minni áhættu á hjarta og æðasjúkdómum og 67% minni áhættu á hjartastoppi.

Þegar rannsakendurnir tóku svefn með í dæmið – miðað var við 8 tíma svefn – minnkaði áhættan enn frekar eða um 8% til viðbótar þegar kom að áhættunni að fá hjarta og æðasjúkdóm sem er þá heildarlækkun á áhættu upp á 65% og minnkun áhættunnar lækkaði um 16% tilviðbótar þegar kom að hjartastoppi þannig að heildarlækkun á áhættu varð 83% í því tilfelli.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sambland af góðum nætursvefni ásamt góðum lífsstílsvenjum geti minnkað áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum og dauða.

Fólk sem á við svefnvandamál ætti samt ekki að örvænta því rannsóknin sýnir ekki að svefnlausar nætur valdi hjartasjúkdómum er haft eftir yfirmanni rannsókna hjá Dönsku hjartasamtökunum (Hjerteforeningen), Prófessor Gorm B. Jensen. Hann heldur áfram „Ef þú átt í vandræðum með að sofna á kvöldin þá skaltu forðast koffín og kaffidrykkju, forðast þungar máltíðir stuttu fyrir svefn og ef svefnleysið er viðvarandi skaltu ræða málið við læknirinn þinn“, ráðleggur Prófessor Jensen.

Rannsóknin var birt í The European Journal of Preventative Cardiology.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-