-Auglýsing-

Of mikið salt hefur slæm áhrif á blóðþrýstinginn, en hvað með of lítið salt?

Michael MosleySalt hækkar blóðþrýsting og töluvert hefur verið rætt og ritað um mikilvægi þess að minnka saltneyslu. Í þessu sambandi er athyglisvert að hafa í huga að um 80% af saltinu í mataræði okkar er í boði matvælaiðnaðarins, semsagt unnum matvælum.

Michael Mosley, upphafsmaður 5:2 mataræðisins skrifar mánaðarlega pistla á síðu Daily Mail. Hér má finna þýðingu á vangaveltum hans um salt. Það er vitað að of mikið af salti getur hækkað blóðþrýstinginn, en getur of lítið af salti líka verið slæmt? Gefum Michael orðið.

„Þegar ég var barn, þá var ég vanur að hella salti í lófann á mér og sleikja. Í dag, þá hristi ég hausinn í vanþóknun þegar ég sé börnin mín hrista úr saltstauknum yfir matinn sinn. Ég geri þetta samt bara til að plata þau, þar sem þau hafa ekki enn áttað sig á að ég er búinn að stífla flest götin á saltstauknum þannig að það kemur mjög lítið salt úr honum.

Ég gerði þetta eftir að hafa lesið rannsókn þar sem leitt var í ljós að magnið af salti sem við bætum við máltíðir okkar veltur nánast eingöngu á stærðinni á holunum á saltstauknum. Við hristum staukinn ósjálfrátt bara ákveðið oft, og látum svo þar við sitja.

Um áratugaskeið þá hefur verið ákveðin pressa á að minnka saltmagnið í matnum okkar, og það er góð ástæða fyrir því. Það að borða of mikið salt hækkar blóðþrýstinginn, og hár blóðþrýstingur er stærsta staka dánarorsökin í heiminum. Sextíu prósent heilablóðfalla og fimmtíu prósent allra hjartasjúkdóma er sökum hás blóðþrýstings. Of mikið salt getur einnig stuðlað að krabbameini í maga.

Þökk sé vel skipulagðri herferð, þá fer það saltmagn sem bætt er við matinn okkar minnkandi. Yfir síðastliðin 8 ár, þá hafa flestar vörur í matvörubúðum minnkað saltmagnið um 20% – 40%. Þetta hefur gerst svo hægt að við höfum ekki tekið eftir því.

- Auglýsing-

En í þeim tilgangi að minnka neyslu okkar á salti, er einhver hætta á að setja mörkin of lágt?

Meðalneysla okkar í Bretlandi er um 9 gr. á hverja manneskju á dag. Viðmið ríkisins eru núna 6 gr. – sem jafngildir einni teskeið, eða því saltmagni sem fyrirfinnst á beikonsamloku. Alheims Heilsusamtökin (e.World Health Organisation) segja að við eigum ekki að neyta meira en 5 gr. af salti á dag, en Bandarísku Hjartasamtökin ganga jafnvel ennþá lengra og mæla með neyslu undir 3 gr.

Meðan að ég samþykki ávinning þess að skera niður í 6 gr. á dag, þá set ég spurningamerki við það að minnka saltneyslu meira en það.

Við höfum auðvitað verið á þessum stað áður, marg oft. Til dæmis með kólestról. Fyrir mörgum árum, þá var sýnt fram á að fólk með mjög hátt magn af kólestróli í blóðinu væri í aukinni hættu á að fá hjartasjúkdóm. Það varð síðan viðurkennd þekking að allir sem voru yfirhöfuð með hækkað kólestról hlytu líka að vera í aukinni hættu á að fá hjartasjúkdóm.

Þetta leiddi til herferðar til að minnka kólestról í mataræði, sem leiddi meðal annars til herferðar gegn fitu og eggjum. Leitt áfram af matariðnaðinum, þá kippti fólk eggjum út úr mataræði sínu og skipti úr hollri fitu yfir í smjörlíki sem var ríkt í transfitu – sem kom svo í ljós að er verra fyrir hjartað heldur en fiturnar sem það átti að leysa af hólmi.

Margar matartegundir sem merktar eru „lágfitu“ innihalda í raun mikið af sykri og kaloríum í staðinn.

Við vitum núna að neysla á eggjum hefur engin teljandi áhrif á kólestról magn okkar í blóðinu, og það eru yfirgnæfandi gögn til sem sýna það að sumar mettaðar fitur, eins og þær sem finna má í mjólkurvörum, eru ekki skaðlegar og geta jafnvel verið nokkuð góðar fyrir hjartað.

Þannig að, hversu mikið eigum við að treysta „anti-salt“ herferðunum?

- Auglýsing -

Graham MacGregor, prófessor í hjarta- og æðalækningum við Wolfson Institute of Prevention Medicine í London, leiðir hópinn „Samhljóða aðgerðir á salti og heilsu“ (e.Consensus Action on Salt and Health (CASH)), en það er aðgerðarhópur sem hefur barist gegn minnkun á neyslu salts með góðum árangri. Hann segir að „þegar þú borðar meira salt, þá varðveitir þú meiri vökva og þetta leiðir til hækkun á blóðþrýstingi“. Hann segir einnig „þetta er aðeins eins og miðlægt hitakerfi. Því meiri vökvi sem er í kerfinu, því hærri er þrýstingurinn“.

Hann er á því að það þurfi að gera meira til þess að minnka saltneyslu og bendir á að 80% af salti í mataræði okkar komi frá matariðnaðnum í unnum mat, tilbúnum máltíðum og skyndibita.

Brauð er nú sú matvara sem inniheldur hvað mest salt í okkar mataræði, en sumt brauð inniheldur meira salt en poki af snakki.

Morgunkorn er önnur matvara sem kemur á óvart að innihaldi mikið salt, tegundin „Shredded Wheat“ er varla með neitt salt, en kornfleks inniheldur enn mikið magn. Framleiðendur hafa dregið úr saltnotkun, en sumar tegundir innihalda enn jafn mikil salt og sjávarvatn. Prófessor MacGregor gerir sitt eigið brauð, saltlaust og sleppir kornfleksinu. Allir þeir sérfræðingar sem ég talaði við ráðleggja að borðaður sé matur sem inniheldur mikið kalíum (e. potassium), til dæmis spínat, jógúrt og bananar, þar sem þetta hjálpar til við að lækka blóðþrýstinginn. En það eru ekki allir sannfærðir um ávinning mataræðis sem inniheldur mjög lítið salt.

Hugh Tunstall-Pedoe, prófessor í hjarta- og æðafaraldsfræði við Háskólann í Dundee, finnst að gögn sem sýna tengsl milli salts og blóðþrýstings séu mun veikari heldur en fólk eins og prófessor MacGregor gefa til kynna. Hann segir að sér finnist þetta „krossferð“ og ef þú trúir einhverju, þá viltu að allt sanni það og þú hendir því sem bendir til annars út um gluggann.

Hann samþykkir það að salt hafi áhrif á blóðþrýstinginn, en segir að aðrir hlutir eins og það að reykja eða vera í ofþyngd séu mun mikilvægari þættir. Í rannsóknum hans þá áætluðu rannsakendur magn salts sem fólk neytti með því að mæla hversu mikið natríum (efnaheiti salts er natríum klóríð) kom fram í þvagi þeirra. Hann segir að þetta veiti nákvæmari mælingu en að spyrja fólk hversu mikið salt það borðar.

„Í rannsókn sem var með þúsundir þátttakenda, þá var sambandið milli útskilun natríum í þvagi og blóðþrýstings veikt – í raun mjög veikt“ segir prófessor Tunstall-Pedeo. Hann segir einnig „sambandið milli dauðsfalla og hjarta- og æðaatburða er flókið. Fólk sem borðar auka salt virðist jú vera með aðeins hærri blóðþrýsting; en kólestrólið þeirra er líka hærra, það kemur einnig frá bágstaddari bakgrunni sem og fullt af öðrum hlutum spilar inn í“.

Nýleg rannsókn í New England Journal of Medicine, sem er eitt virtasta lækna tímarit í heiminum, styður fullyrðingar þeirra sem vilja minnka neyslu salts niður úr núverandi magni, en segja að það að fara mikið lægra sé kannski ekki ráðlagt.

Mjög stór alþjóðleg rannsókn sem gerð var af rannsakendum í Kanada leiddi í ljós að þeir sem voru með útskiljun natríum í þvagi yfir 7 gr. á dag – sem þýðir að þeir voru að neyta meira en 17 gr. af salti á dag (til að breyta natríum í salt, þá skal margfalda með 2,5) – voru í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm og heilablóðfall. En það sama átti við um þá sem voru með útskilun sem var minni en 7 gr. af salti. Ein rannsókn sýndi að þeir sem neyttu minna salts en þetta voru einnig í aukinni hættu á dauðsfalli.

Í tengdri rannsókn, sem var birt í sama tímariti, þá komust rannsakendur að því að þegar fólk var farið að borða minna en 7 gr. af salti á dag, þá hafði það að borða enn minna salt engin teljandi áhrif á blóðþrýstinginn.

Skýrsla gerð í umboði Læknastofnunarinnar (e.Institute of Medicine), sem er hluti af Vísinda akademíu Bandaríkjanna, ályktaði að við ættum ekki að hvetja fólk til að neyta undir 2.3 gr. af natríum á dag (6 gr. af salti) því það væru engin mótsagnalaus gögn til um að það veiti einhvern ávinning, en „einhver gögn“ til um að það leiði til aukinnar hættu hjá fólki með kvilla eins og sykursýki og hjartasjúkdóm.

Hvers vegna? Rannsókn sem birt var árið 2011 í American Journal of Hypertension leiddi í ljós að það að minnka salt inntöku getur orðið til lítilsháttar hækkunar í kólestróli og þríglíseríðum (fitur sem hafa með hjartasjúkdóma að gera).

Fyrir mér þá bendir þetta til þess að það er rétt hjá okkur að taka skref í átt að því að minnka neyslu salts, en við skulum ekki missa okkur.

Við ættum að hafa lært nú þegar að þó að of mikið af einhverju sé slæmt fyrir okkur, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að það að minnka það gífurlega sé gott heldur.“

Þýtt og endursagt af síðu Daily Mail. Vefsíða Michael Mosley er The Fast Diet.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-