-Auglýsing-

Of hár blóðþrýstingur getur aukið hættuna á minnistapi og vitrænni skerðingu

HöfuðverkurHarvard Health fjallar um það að of hár blóðþrýstingur getur haft áhrif á heilann og valdið minnistapi og vitrænni skerðingu. Því er mikilvægt að meðhöndla of háan blóðþrýsting sem fyrst þar sem það getur minnkað hættuna á vitrænni skerðingu.

Þegar við hugsum um áhrifin sem of hár blóðþrýstingur getur haft þá kemur hjartaáfall og heilablóðfall oftar en ekki upp í hugann. Það er góð ástæða fyrir því. Margir einstaklingar sem glíma við of háan blóðþrýsting þróa með sér kransæðasjúkdóma og hjartabilun og margir látast sökum þess. En mörg önnur líffæri verða einnig fyrir áhrifum af ómeðhöndluðum háþrýsting. Heilinn er meðal annars í mikilli hættu.

-Auglýsing-

Of hár blóðþrýstingur, lélegt minni

Ýmis konar veikindi og lyf geta haft áhrif á minnistap. Síðan hafa rannsóknir síðustu ára sýnt að með aldrinum getur of hár blóðþrýstingur haft áhrif á heilann og þar með minnistap.

Væg vitræn skerðing getur verið vandamál, en er oftar en ekki yfirstíganlegt. Aftur á móti er erfiðara að eiga við alvarlegt minnistap, það veldur mikilli skerðingu á minni, rökhugsun og dómgreind.

Þó einhver atriði séu mismunandi milli rannsókna þá bendir meginþorri rannsókna til þess að háþrýstingur auki hættuna á vægri vitrænni skerðingu, æðavitglöpum (e. vascular dementia) og jafnvel Alzheimers sjúkdómnum. Það hefur bæði áhrif þegar efri mörkin eru of há og þegar neðri mörkin eru of há. Almennt má segja að því lengur sem of hár blóðþrýstingur er til staðar án meðhöndlunar, því meiri hætta er á vitrænni skerðingu.

- Auglýsing-

Flestar rannsóknir einblína á eldra fólk. Til dæmis má nefna rannsókn þar sem þátttakendur voru 2505 karlar á aldrinum 71 til 93 ára, sú rannsókn leiddi í ljós að karlar sem voru með efri mörk 140 mm Hg eða hærra voru 77% líklegri til að þróa með sér vitglöp heldur en karlar með efri mörk lægri en 120 mm Hg. Rannsókn sem skoðaði blóðþrýsting og vitræna virkni í fólki á aldrinum 18 til 46 ára og á aldrinum 47 til 83 ára leiddi í ljós að í báðum aldurshópum þá voru tengsl milli of hárra efri marka eða of hárra neðri marka við vitræna skerðingu.

Kemur meðhöndlun á of háum blóðþrýstingi í veg fyrir vitglöp?

Ekki er hægt að snúa við þeim skaða og þeirri skerðingu sem vitglöp valda. Þetta gerir forvarnir enn mikilvægari. Getur meðhöndlun á blóðþrýstingi komið í veg fyrir vitglöp?

Svarið er já. Hér eru nokkrar niðurstöður sem ýta undir það:

  • Evrópskir vísindamenn sögðu frá því að langtímameðferð við of háum blóðþrýstingi minnkaði líkurnar á vitglöpum um 55%
  • Bandarísk rannsókn sýndi að meðhöndlun minnkaði líkurnar á vitglöpum um 38%
  • Önnur rannsókn sýndi að hvert ár af meðhöndlun mætti tengja við 6% lægri líkur á vitglöpum
  • Niðurstöður rannsóknar á Bandarískum körlum og konum sýndi 36% minni hættu á Alzheimers sjúkdómnum þegar blóðþrýstingur var meðhöndlaður. Í þessari rannsókn þá virtust lyf sem kallast diuretics (þvagræsilyf) mestan ávinning
  • Hópur rannsakenda frá Harvard Háskóla og Boston Háskóla sögðu frá því að sex mánaða meðferð við háþrýstingi bætti blóðflæði til heilans

Aldrei of seint

Það er gott að vita að með því að fylgjast með blóðþrýstingnum er hægt að minnka hættuna á vitrænni skerðingu. En hvað með fólk sem er nú þegar með vægt minnistap? Getur meðhöndlun á of háum blóðþrýsting komið í veg fyrir frekari skaða?

Jafnvel. Ítalskir rannsakendur skoðuðu 80 einstaklinga, sem voru með væga vitræna skerðingu, yfir tveggja ára tímabil. Þeir sem fengu lyf við of háum blóðþrýsting voru 80% ólíklegri til þess að þróast úr vægri vitrænni skerðingu yfir í Alzheimers sjúkdóm heldur en þeir sem ekki fengu meðferð. Þetta er aftur á móti aðeins ein rannsókn og með fáum þátttakendum, en vonandi munu framtíðarrannsóknir komast að svipaðri niðurstöðu.

Þýtt og endursagt af Harvard Health.

- Auglýsing -

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-