-Auglýsing-

Tannheilsa getur gefið vísbendingu um hjartaheilsu

Tannheilsa á miðjum aldri vetur gefið mikilvægar upplýsingar um hjartaheilsu

Tannheilsan skiptir máli þegar þú eldist en munnurinn getur gefið vísbendingu um hvernig hjartaheilsu þinn sé háttað. Sú hugmynd að munn og tannheilsa sé tengd hjartaheilsu hefur verið við líði í meira en heila öld og hefur nú verið staðfest, aftur.

Í fjölmörgum rannsóknum hefur verð skoðað hvernig munnheilbrigði hefur áhrif á heilsu almennt og sumar þeirra hafa sýnt fram á tengsl. Ein rannsókn sýndi að sjúkdómur í tannholdi er tengdur æðasjúkdómum og getur verið viðvörunarmerki um sykursýki. Önnur rannsókn sýndi framá tengingu milli sjúkleika í tannholdi og tannleysi og hættunnar á heilablóðfalli.

Í rannsókn sem birt var fyrir nokkrum misserum var sýnt fram á að tannheilsa þín þegar þú eldist geti gefið vísbendingu um það hvernig hjartaheilsu þinni er háttað.

Rannsóknir

Rannsóknin – framkvæmd við Tulane University School of Public Health and Tropical Medicine í New Orleans og Harvard T.H. Chan School of Public Health í Boston – var sú fyrsta þar sem rannsakendur einbeita sér að missi tanna á miðri ævi.

Fyrri rannsóknir skoðuðu uppsafnaðan missi tanna og innihéldu tennur sem við misstum á barna- og unglingsárum vegna skemmda, áverka og jafnvel spanga vegna tannréttinga, að sögn stjórnanda rannsóknarinnar, Dr. Lu Qi, prófessors í faraldsfræði við Tulane háskóla í New Orleans.

Í rannsókninni greindu Dr. Qi og samstarfsmenn hans stórar rannsóknir á fullorðnu fólki á aldrinum 45-69 ára sem höfðu ekki verið greindir með hjarta- og æðasjúkdóma. Þátttakendur tilkynntu sjálfir um fjölda tanna sem þeir höfðu. Spurningalisti var síðan lagður fyrir þátttakendur þar sem þeir svöruðu því hversu margar tennur þeir hafi misst á átta ára tímabili. Vísindamenn fylgdu síðan eftir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal þeirra sem misstu enga tönn, misstu eina tönn eða höfðu misst tvær eða fleiri tennur á 12 – 18 ára tímabili.

- Auglýsing-

Vísindamenn komust að því að ef fólk missir tvær eða fleiri tennur á miðjum aldri tengist það aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Munnurinn gefur viðvörunarmerki

„Munnurinn getur gefið góð viðvörunarmerki ,“ sagði Dr. Ann Bolger, prófessor í læknisfræðilegum emeritus við Kaliforníu Háskólann í San Francisco, sem tók ekki þátt í rannsókninni. „Fólk með tannholdsbólgu er oft með áhættuþætti sem setja ekki aðeins munninn í hættu heldur einnig hjarta og æðakerfið. En hvort veldur hinu hefur í ekki verið sýnt fram á. “

Í rannsókninni sem kynnt var ráðstefnu Amerísku hjartasamtakana um faraldsfræði og lífsstíl, kom í ljós að fólk með 25 til 32 náttúrulegar tennur í upphafi en missti tvær eða fleiri tennur á tímabilinu voru með 23% aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þeir sem voru með færri en 17 eigin tennur við upphaf rannsóknarinnar voru í 25% aukinni áhættu. Engin mælanleg aukin áhætta var hjá þátttakendum sem sögðust aðeins hafa misst eina tönn.

Aukin áhætta kom fram óháð öðrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma svo sem háum blóðþrýstingi, háu kólesteróli eða sykursýki, samkvæmt Dr. Qi.

„Hugsanlegar ástæður fyrir aukinni áhættu hjarta og æðasjúkdóma geta verið bólgur, breytt mataræði eða breytt bakteríuflóra í munni eða meltingarvegi,“ sagði hann.

Helmingur Bandaríkjamanna 30 ára og eldri þjáist af tannholdssjúkdómum, samkvæmt Miðstöð um sjúkdóma og forvarnir í Bandaríkjunum. Að meðaltali vantar fullorðinn Bandaríkjamann eða konu á aldrinum 35-64 ára sjö til 10 af 32 tönnum þeirra, þar á meðal visku tennur samkvæmt National Institute of Dental Craniofacial Research.

Dr. Qi sagði að niðurstöðurnar bendi til þess að nýlegur missir tveggja eða fleiri tanna tengist aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, óháð fjölda náttúrulegra tanna sem hver einstaklingur á miðjum aldri hefur.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-