Fróðleiksmoli: Gáttatif, orsakir og einkenni

Fróðleiksmoli: Gáttatif, orsakir og einkenni

Gáttatif
Gáttatif

Margir þekkja hjartsláttaróreglu eða ónot og sumir lifa með slíkum ónotum í mörg ár. Stundum er um að ræða aukaslög sem eru yfirleitt saklaus á meðan aðrar hjartsláttartruflanir geta verið afar hvimleiðar og sumar þeirra geta jafnvel verið lífshættulegar. Hér er myndskeið frá Íslenskri Erfðargreiningu þar sem Davíð O. Arnar yfirlæknir fjallar um málið málið.

Gáttatif (atrial fibrillation) er mjög algeng hjartsláttartruflun og talið er að aukning verði á tilfellum gáttatifs í framtíðinni og því er ekki úr vegi að fræðast nánar um þetta fyrirbæri. Í stuttu máli lýsir gáttatif sér þannig að mjög tilviljanakennd rafboð fara þá um gáttir hjartans og keppa um leiðni gegnum AV-hnútinn. Þetta veldur því að hjartsláttur verður mjög óreglulegur og oftast hraður.

Davíð O. Arnar yfirlæknir á Landspítalanum hefur rannsakað fyrirbærið mikið í samstarfi við Íslenska Erfðargreiningu. Hér fyrir neðan er myndband þar sem Davíð fer yfir helstu orsakir og einkenni gáttatifs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook