-Auglýsing-

Kettir draga úr líkum á hjartaáfalli

Niðurstöður 10 ára rannsóknar sem gerð var á 4.300 Bandaríkjamönnum leiddi í ljós að heimiliskettir hafa jákvæð áhrif á heilbrigði hjartans og draga úr líkum á hjartaáfalli. Ástæðan er sú að kettir hafa streitulosandi áhrif á eigendur sína.

Líkur minnka um þriðjung

„Við höfum lengi haft vitneskju  um neikvæð áhrif kvíða og streitu á hjarta og æðakerfi en langvarandi streituástand eykur líkur á hjartasjúkdómum og þá sérstaklega hjartaáföllum,“ segir dr. Adnan Qureshi, einn rannsakenda við Háskólann í Minnesota, í viðtali við dagblaðið U.S.News. Amerísku hjartasamtökin birtu niðurstöður rannsóknar árið 2005 sem sýndi fram á að aðeins 12 mínútur á dag í návist heimilishunda eða katta hefði jákvæð áhrif á hjarta- og lungnastarfsemi einstaklinga með hjartabilun. „Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á tengsl streitu og hjartasjúkdóma og hefur lengi verið talið að sú hlýja og ánægja sem gæludýr veita eigendum sínum hafi fyrirbyggjandi áhrif.“

-Auglýsing-

Rannsókn Qureshis náði til 4.435 Bandaríkjamanna á aldrinum 30 til 75 ára en 2.435 þeirra áttu kött eða höfðu átt kött en hinir 2000 höfðu aldrei átt kött. Qureshi og félagar báru saman orsakir dauðsfalla milli hópanna og kom í ljós að kattaeigendur voru síður líklegir til þess að látast af völdum hjartaáfalls en þeir sem ekki áttu kött.
Að sögn Qureshi áttu rannsakendur ekki von á því að munurinn væri svo mikill á milli hópa en dauði af völdum hjartaáfalls var 30% minni hjá kattaeigendum en hinum. „Við bjuggumst við einhverjum mun en alls ekki svona miklum,“ segir Qureshi.

24 stundir 26.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-