-Auglýsing-

Vilja reglur um hámarksmagn transfitusýra í mat

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verið farli að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum verði tvö grömm í hverjum hundrað grömmum af fitumagni vörunnar.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að mikil umræða hafi verið um skaðsemi transfitusýra á undanförnum árum, en slíkar fitusýrur auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, offitu og sykursýki 2. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert og er bent á að meðal vara sem mögulega innihalda transfitusýrur séu smjörlíki, steikingarfeiti, kökur og kex auk franskra kartaflna. Þá inniheldur djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti í mörgum tilvikum umtalsvert magn transfitusýra.

-Auglýsing-

Ísland í hópi með Austur-Evrópuþjóðum

Bent er á rannsókn í Danmörku þar sem kannað var magn transfitusýra í völdum fæðuflokkum í nokkrum löndum og þar reyndist Ísland í áttunda sæti á lista 24 þjóða. Þannig reyndist mest transfitusýra í Ungverjalandi, eða að meðatali 42 grömm á hver 100 grömm og Tékklandi var hlutfallið 41 gramm. Á Íslandi reyndist það 35 grömm en minnst er hlutfallið í hinum norrænu ríkjunum og Sviss, eða á bilinu 0,4 til 16 grömm, minnst í Danmörku.

Bent er á að hlutfallið hafi verið 30 grömm á hver 100 grömm í Danmörku árið 2001. Danir settu hins vegar árið 2003 reglur sem kveða á um að það feitmeti, sem reglurnar ná til, megi ekki innihalda meira en tvö grömm af transfitusýrum á hver hundrað grömm af fitu.

„Það vekur óneitanlega athygli að Ísland skuli raða sér á bekk með Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum í þessum efnum og tróna á toppnum þegar Norðurlandaþjóðirnar eru skoðaðar,” segir einnig í greinargerðinni. Þá segir einnig að samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sé æskilegt að neysla transfitusýra fari ekki yfir 2 grömm á dag. Íslendingar skipi sér þó á bekk með þeim sem neyta mestrar hertrar fitu eða um 3,5 grömm sem er tæplega tvöföld sú neysla sem mælt er með.

- Auglýsing-

Danmörk sé fyrsta landið í heiminum til að setja takmarkandi reglur um iðnaðarframleiddar transfitusýrur í matvælum og gilda þær einnig um innflutt matvæli. „Með þingsályktunartillögu þessari er því beint til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að setja reglur, sambærilegar þeim dönsku, enda má ætla að fjölmargir Íslendingar séu í bráðri hættu vegna ofneyslu á transfitusýrum,” segir að endingu í þingsályktunartillögunni.

www.visir.is 26.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-