-Auglýsing-

Vísindamönnum tókst að rækta hjartalokur úr stofnfrumum

Í fyrsta sinn hefur breskum vísindamönnum tekist að rækta hluta af mannshjarta úr stofnfrumum. Hjartalæknirinn Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindateyminu, segir að innan þriggja ára geti læknar farið að rækta hluta úr mannshjörtum á rannsóknarstofum.

Fram kemur á fréttavef BBC að vísindamenn, sem starfa undir hans stjórn á Harefield sjúkrahúsinu, hafi tekist að rækta vef sem starfar á sama hátt og hjartalokur í mönnum.
Magdi, sem er prófessor í hjarta- og æðaskurðlækningum við Imperial háskólann í London, sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að það verði hægt að rækta heilt mannshjarta úr stofnfrumum innan 10 ára.
Vísindamennirnir hafa unnið að þessari rannsókn sl. 10 ár, en í þeim hópi eru m.a. eðlisfræðingar, lyfjafræðingar og stofnfrumusérfræðingar.
Þeir líta á árangurinn sem stórt stökk fram á við hvað varðar ræktun á líffærum sem nota eigi svo til líffæraflutnings.
Stofnfrumur eru þeim eiginleikum gæddar að þær geta umbreyst í margskonar ólíkar frumur.
Margir vísindamenn telja að það ætti að vera hægt að ná tökum á þeim hæfileika frumnanna til þess að rækta úr þeim ólíka vefi sem hægt verði að nota til þess að laga skemmdir eða lækna sjúkdóma.


Fram að þessu hefur vísindamönnum tekist að rækta sinar, brjósk og þvagblöðrur, en þessir líkamshlutar eru mun einfaldri í ræktun.

mbl.is 02.04.2007

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-