-Auglýsing-

Fréttir af hjarta.net

Það er óhætt að segja að marsmánuður hafi verið viðburðarríkur á hjarta.net. Við fengum um 4.200 heimsóknir sem við erum afar ánægð með þannig að greinilegt er að leiðin liggur upp á við.
Við höfum verið að bæta við efni og má þar nefna dagbókarfærslur Mjallar á meðan undirritaður var í hjartaaðgerð 2004. Dagbókin fjallar um undirbúning fyrir aðgerð, biðina á meðan á henni stóð og svo dagana eftir aðgerðina.

Það er skemmst frá því að segja að við höfum fengið gríðarleg viðbrögð við dagbókinni og er það aldeilis frábært. Það er mjög ánægjulegt að geta miðlað til fólks af reynslu sinni. Okkur langar líka til þess að fá svipað efni frá ykkur lesendur góðir ef þið treystið ykkur til.

-Auglýsing-

Þess má geta að verið er að klára að laga til dagbókarfærslur sem Mjöll hjartavinur skrifaði þegar við fórum til Svíþjóðar 2006 þegar ég fór í mat vegna hugsanlegrar hjartaígræðslu. Þetta efni verður sett inn á næstu dögum.

Það er líka rétt að minnast á  að núna birtast nýjar erlendar heilsufréttir hægra megin á síðunni og hefur það mælst vel fyrir. Þetta eru heilsufréttir frá reuter og BBC og alltaf er töluvert af hjartafréttum inn á milli.

Í tilefni skrifa um svokölluð hjálparhjörtu þá vil ég benda á fróðlega heimasíðu þar sem farið er yfir allflestar þær tegundir sem til eru af hjálpardælum. Þetta er fróðleg lesning og áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál. Hér er slóðin chfpatients.com

Ég vil líka nota tækifærið og óska Landlæknisembættinu til hamingju með nýja vefinn sinn landlaeknir.is en hann hefur tekið miklum breytingum til batnaðar og var tekin í notkun í lok marsmánaðar.

- Auglýsing-

Framundan er eru frekari viðbætur á hjarta.net og má nefna að verið er að athuga með að setja inn spjallþræði og fleira áhugavert þannig að við erum stöðugt að vinna að því að gera hjarta.net öflugra og sýnilegra.

Mig langar að minna lesendur á að það er mjög gaman fyrir okkur að fá kveðju í gestabókina eða netpósti um það sem vel er gert eða það sem að betur mætti fara.

Einnig má geta þess að þeir sem vilja styrkja okkur í þessu starfi geta lagt inn á reikning nr. 0526-26-80 kt. 701106-0590. Einnig er hægt að hafa samband við okkur ef áhugi er á að styrkja okkur með öðrum hætti.

Takk fyrir okkur !
Bjössi

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-