-Auglýsing-

Hjálparhjarta er til reiðu

Þjálfað hefur verið upp teymi lækna og hjúkrunarfólks á Landspítala, sem mun koma hjálparhjarta fyrir í sjúklingi. „Þegar við fáum næst sjúkling, sem hefur hag af slíku hjálparhjarta, er allt til reiðu,“ segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir.

Hjálparhjartað er í raun dæla sem tengd er hjarta sjúklingsins. „Tilgangurinn er að hvíla hjarta sjúklingsins tímabundið, þ.e. á meðan það er að jafna sig eftir alvarlegt áfall á borð við sýkingu, eða til að fleyta sjúklingi áfram yfir veikindi þar til hann getur fengið nýtt hjarta ígrætt. Hjarta hans er ennþá í líkamanum og slær en þarf ekki að reyna mikið á sig, því hjálparhjartað sér um að miðla blóðinu úr vinstri slegli hjartans í ósæðina,“ segir Tómas.

Nokkurra ára reynsla er af notkun slíkra aðstoðarhjarta á stærstu hjartaskurðdeildum erlendis. Hjálparhjartað, sem Landspítalinn hefur til reiðu, er framleitt í Bandaríkjunum og kallast Heart Mate II. Í júní á síðasta ári voru 20 ár liðin frá fyrstu hjartaskurðaðgerðinni hér á landi. Ýmsir lýstu efasemdum um þá ákvörðun að gera slíkar aðgerðir hér, í stað þess að senda sjúklingana utan eins og hafði tíðkast. Sjúklingarnir sjálfir reyndust hins vegar treysta íslenskum skurðlæknum vel og fljótlega eftir að aðgerðir hófust sóttust flestir þeirra eftir að leggjast undir hnífinn hér heima.

Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-