-Auglýsing-

Pítsur gætu verið heilsusamlegri

Ef pítsur væru bakaðar lengur og við meiri hita en venjan er yrðu þær heilsusamlegri en ella, að því er bandarískir efnafræðingar greindu frá á ráðstefnu samtaka hjartalækna þar í landi, sem nú stendur í New Orleans. Segja efnafræðingarnir að aðferðin sem þeir mæla með auki af einhverjum ástæðum magn andoxunarefna í deiginu.

Það voru efnafræðingar við Háskólann í Maryland sem greindu frá þessum niðurstöðum sínum. Þeir komust að því að ef heilhveitipítsudeig var eldað lengur og við aukinn hita jókst magn andoxunarefna, er talin eru draga úr hættunni á krabbameini og hjartasjúkdómum, um 82%.

-Auglýsing-

Jeffrey Moore, doktorsnemi við skólann, stjórnaði rannsókninni. Hann segir að ákveðið hafi verið að rannsaka pítsur þar sem þær séu vinsælasti hveitimaturinn í Bandaríkjunum. Moore sagði ennfremur að ekki væri ljóst með hvaða hætti lengri bökunartími og meiri hiti auki magn andoxunarefnanna.

mbl.is 27.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-