-Auglýsing-

Vafi getur drepið

Fimmtudaginn 19 júlí ætla Bresku hjartasamtökin Brithish Heart Foundation að vekja athygli á þeirri staðreind að vafi um eðli brjóstverkja drepur fólk og kalla þeir daginn Chest Pain Awareness Day.
Í tilefni dagsins hafa samtökin framleitt nokkur myndskeið sem eru afar fróðleg og bera myndskeiðin nafnið “Doubth Kills” eða vafinn drepur. Auk þess þá er boðið upp á það að fá frítt “podcast” á itunes með sama nafni.

Höfum í huga að af um 2000 manns sem látast á hverju ári á Íslandi deyja 650 úr hjartaáfalli. Höfum einnig í huga að hjartasjúkdómar valda fleiri dauðsföllum hjá konum en öll krabbmein samanlagt. Merkilegar staðreindir það.
Ef við fáum verk eða erum með fólki sem fær brjóstverk og við erum í vafa hringdu í 112 hið snarasta, það gæti bjargað mannslífi. Einnig er rétt að benda á að ef þú ert að velta því fyrir þér hvort að kransæðarnar eða hjartað eru í lagi þá endilega pantaðu þér tíma og láttu athuga málið.

því miður er myndbandið á ensku en hér fyrir neðan er tengill inn á þetta.

Doubth Kills

Tengill af www.bhf.org.uk 

16.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-